Körfubolti

Haukakonur Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Keflavík

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haukakonur sigruðu úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.
Haukakonur sigruðu úrslitaleik Lengjubikarsins í dag. Vísir/ÓÓJ

Haukakonur urðu í dag Lengjubikarmeistarar 2015 eftir að hafa lagt Keflavík að velli í úrslitum á Selfossi 70-47. Náðu þær forskotinu strax í fyrsta leikhluta og voru komnar með átján stiga forskot í hálfleik.

Haukakonur komu mun grimmari til leiks og leiddu eftir fyrsta leikhluta 19-14. Þeim tókst að bæta við forskotið í öðrum leikhluta og fóru inn í hálfleik með átján stiga forskot í stöðunni 41-23.

Keflavíkurliðinu tókst aðeins að klóra í bakkann í þriðja leikhluta en að honum loknum var staðan 51-36, Haukum í vil. Haukakonur voru töluvert sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og sigldu sigrinum örugglega heim að lokum.

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka en hún var með 22 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Var hún með 67% skotnýtingu innan þriggja stiga línunnar en hún hitti ekki úr neinu af þremur þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Í liði Keflavíkur var Bryndís Guðmundsdóttir stigahæst með 12 stig en Sandra Lind Þrastardóttir var öflug með 4 stig og 11 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.