Spegill sem er sá eini sinnar tegundar á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2015 23:24 Auðvitað kom ekkert annað til greina en "selfie“ til að fagna speglinum. myndir/daníel freyr „Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
„Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira