Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2015 07:45 Google hefur þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði, vísir/epa Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum. Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.
Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00
Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30
Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51
Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun