Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2015 19:00 Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira