QuizUp: NBC leitaði að byltingarkenndum þætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2015 23:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp Vísir/valli „Það þekkja allir þessa tilfinningu að sitja fyrir framan spurningaþátt og vilja vera í sætinu að svara spurningum,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp sem tilkynnti í dag að framleiddir yrðu spurningaþættir í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Þorsteinn segir að NBC hafi verið að leita að nýjum spurningaþætti og að sjónvarpsstöðin, sem er ein sú stærsta í Bandaríkjunum, hafi leitað til QuizUp að fyrra bragði en að hugmyndin um sjónvarpsþætti tengda QuizUp hefði lengi verið í kollinum á aðstandendum QuizUp. „Það var ekki eins og þetta væri hugmynd sem kom allt í einu upp,“ segir Þorsteinn. Frá því að við gáfum út leikinn fyrst hafa framleiðendur út um allan heim haft samband við okkur með hugmyndir um að framleiða þátt sem væri hægt að selja sjónvarpsstöðvum. NBC heyrði svo í okkur og við ræddum við þá.“Spurningaþættirnir malla áfram og ganga mjög lengi NBC var að sögn Þorsteins að leita að byltingarkenndum þætti en vandamálið við spurningaþætti nú til dags er sá að áhorfendahópurinn sé í eldri kantinum. Þeir geti þó orðið mjög vinsælir og eigi það til að ganga leiki en til að mynda hefur spurningaþátturinn Jeopardy verið sýndur í bandarísku sjónvarpi, með hléum, frá árinu 1964. „Ef að spurningaþættir verða vinsælir eru þeir rosalega góðir fyrir sjónvarpsstöðvar vegna þess að þeir ganga mjög lengi, þetta eru ekki eins og venjulegar sjónvarpsþáttaraðir eins og t.d. Lost þar sem ein sería klárast og þá þarf að skrifa nýja þætti. Það hefur ekki komið spurningaþáttur sem höfðar til yngri hópa og af þessu hafa sjónvarpsstöðvarnar áhyggjur,“ segir Þorsteinn um ástæður þess að NBC hafi leitað til QuizUp.Verða sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum Þátturinn verður sýndur á besta tíma í bandarísku sjónvarpi, klukkan 20.00, og er búist við að sýningar hefjist næsta vor. Þorsteinn er mjög spenntur fyrir framhaldinu og segir þetta stórt skref fyrir QuizUp. „Fyrir utan það náttúrulega að þetta heitir QuizUp og skartar okkar vörumerki þá gengur leikurinn út á það að þú ert með keppanda í sjónvarpssal sem er að keppa á móti fólki heima í stofu sem er að nota appið.“ Fyrirkomulag þáttanna er þannig að ef þátttakandi í upptökuveri NBC vinnur átta spurningalotur gegn átta ólíkum keppendum, sem geta verið staddir hvar sem er innan Bandaríkjanna, þá geta þeir unnið allt að eina milljón dala. Ef einhverjir af andstæðingunum í heima í stofu vinna sínar lotur, þá hljóta þeir upphæðina sem í boði var fyrir þá lotu. Þeir sem vilja etja kappi við þátttakanda vikunnar í upptökuverinu og eiga möguleika á að hljóta verðlaunaféð munu geta komist í pott með því að keppa í ákveðnum spurningaflokkum í QuizUp appinu vikuna fyrir hvern þátt. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Það þekkja allir þessa tilfinningu að sitja fyrir framan spurningaþátt og vilja vera í sætinu að svara spurningum,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp sem tilkynnti í dag að framleiddir yrðu spurningaþættir í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Þorsteinn segir að NBC hafi verið að leita að nýjum spurningaþætti og að sjónvarpsstöðin, sem er ein sú stærsta í Bandaríkjunum, hafi leitað til QuizUp að fyrra bragði en að hugmyndin um sjónvarpsþætti tengda QuizUp hefði lengi verið í kollinum á aðstandendum QuizUp. „Það var ekki eins og þetta væri hugmynd sem kom allt í einu upp,“ segir Þorsteinn. Frá því að við gáfum út leikinn fyrst hafa framleiðendur út um allan heim haft samband við okkur með hugmyndir um að framleiða þátt sem væri hægt að selja sjónvarpsstöðvum. NBC heyrði svo í okkur og við ræddum við þá.“Spurningaþættirnir malla áfram og ganga mjög lengi NBC var að sögn Þorsteins að leita að byltingarkenndum þætti en vandamálið við spurningaþætti nú til dags er sá að áhorfendahópurinn sé í eldri kantinum. Þeir geti þó orðið mjög vinsælir og eigi það til að ganga leiki en til að mynda hefur spurningaþátturinn Jeopardy verið sýndur í bandarísku sjónvarpi, með hléum, frá árinu 1964. „Ef að spurningaþættir verða vinsælir eru þeir rosalega góðir fyrir sjónvarpsstöðvar vegna þess að þeir ganga mjög lengi, þetta eru ekki eins og venjulegar sjónvarpsþáttaraðir eins og t.d. Lost þar sem ein sería klárast og þá þarf að skrifa nýja þætti. Það hefur ekki komið spurningaþáttur sem höfðar til yngri hópa og af þessu hafa sjónvarpsstöðvarnar áhyggjur,“ segir Þorsteinn um ástæður þess að NBC hafi leitað til QuizUp.Verða sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum Þátturinn verður sýndur á besta tíma í bandarísku sjónvarpi, klukkan 20.00, og er búist við að sýningar hefjist næsta vor. Þorsteinn er mjög spenntur fyrir framhaldinu og segir þetta stórt skref fyrir QuizUp. „Fyrir utan það náttúrulega að þetta heitir QuizUp og skartar okkar vörumerki þá gengur leikurinn út á það að þú ert með keppanda í sjónvarpssal sem er að keppa á móti fólki heima í stofu sem er að nota appið.“ Fyrirkomulag þáttanna er þannig að ef þátttakandi í upptökuveri NBC vinnur átta spurningalotur gegn átta ólíkum keppendum, sem geta verið staddir hvar sem er innan Bandaríkjanna, þá geta þeir unnið allt að eina milljón dala. Ef einhverjir af andstæðingunum í heima í stofu vinna sínar lotur, þá hljóta þeir upphæðina sem í boði var fyrir þá lotu. Þeir sem vilja etja kappi við þátttakanda vikunnar í upptökuverinu og eiga möguleika á að hljóta verðlaunaféð munu geta komist í pott með því að keppa í ákveðnum spurningaflokkum í QuizUp appinu vikuna fyrir hvern þátt.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent