Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 09:16 Áætlað er að flogið verði til Egilsstaða tvisvar í viku. Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira