Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 09:16 Áætlað er að flogið verði til Egilsstaða tvisvar í viku. Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira