Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 09:16 Áætlað er að flogið verði til Egilsstaða tvisvar í viku. Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira