Glamour

Sigrún Eva situr fyrir hjá Rag & Bone

Ritstjórn skrifar

Íslenska fyrirsætan Sigrún Eva situr fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir haustlínu fatamerkisins Rag & Bone.

Sigrún Eva er búsett í New York en hún hefur verið að gera það gott sem fyrirsæta þar. Hún var meðal annars í auglýsingu fyrir snyrtivörurisann L'Oréal sem sýnd var á Snapchat aðgangi Emmyverðlaunanna, sem fjölmargir um allan heim fylgdust með.

Línan, sem er sérhönnuð fyrir netverslunina Intermix, inniheldur fjórar lykilflíkur sem auðvelt er að para með öðru sem maður á fyrir í fataskápnum. Í auglýsingaherferðinni eru sýndar ellefu leiðir til að klæðast flíkunum á mismunandi hátt. 

Áhugasamir geta skoðað línuna hér og jafnvel pantað þar sem Intermix sendir til Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.