Lærum að segja nei Pawel Bartoszek skrifar 26. september 2015 07:00 Þáttarstjórnandinn John Oliver tók nýlega fyrir bandaríska íþróttaleikvanga í þætti sínum. Einn var með VIP-sundlaug á áhorfendapöllunum, annar hafði fiskabúr hringinn í kringum hafnaboltaflötinn og svo framvegis. Allt þetta væri hið fínasta mál ef byggt væri fyrir einkafé en það var oftast ekki. Það var til dæmis algengt trikk hjá NFL-liðum að hóta að flytja til Los Angeles til að að kreista peninga út úr pólitíkusum. Það virkaði oftast. Maður myndi nú halda að hótunin um að íslenska landsliðið í fótbolta myndi flytja sig til útlanda ef það fengi ekki betri völl væri hlægileg. En viti menn. Það var nákvæmlega um það sem byrjað var að hóta í kjölfar þess að karlalandsliðið komst á stórmót. Sagt var að með tilkomu nýrrar keppni væri oftar leikið í nóvember og þá þyrfti bara yfirbyggðan leikvang. En reyndar er þegar gert ráð fyrir landsleikjum í nóvember. Við bara reynum að leika þá leiki úti og í það skipti sem það gekk ekki, í umspilinu við Króatíu, var bara leikið hér í kuldanum. Látum ekki taka okkur á einföldu „yfirmaðurinn bannar mér að selja bílinn svona ódýrt“ trikki. Umræddar breytingar á fyrirkomulagi landsleikja í Evrópu, stofnun Evrópudeildar landsliða og minniháttar fjölgun leikdaga í nóvember voru samþykktar af öllum aðildarfélögum UEFA. KSÍ sagði ekki: „Sýnið okkur miskunn! Við getum ekki spilað í nóvember.“ Munum að KSÍ og UEFA eru saman í liði. Og við, íslenskir skattgreiðendur, erum í öðru liði. Knattspyrnuhreyfingin er iðnaður. Þeim iðnaði óska ég alls hins besta. Það er alveg gaman að flottum mannvirkjum. En það á ekki króna af skattfé ríkisins eða stórskuldugrar höfuðborgar að fara í að byggja einhvern glæsivöll sem fyllist þrisvar á ári, þegar stórkostlega vel gengur. Þeir sem slíkan völl vilja byggja verða bara að borga fyrir hann sjálfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Þáttarstjórnandinn John Oliver tók nýlega fyrir bandaríska íþróttaleikvanga í þætti sínum. Einn var með VIP-sundlaug á áhorfendapöllunum, annar hafði fiskabúr hringinn í kringum hafnaboltaflötinn og svo framvegis. Allt þetta væri hið fínasta mál ef byggt væri fyrir einkafé en það var oftast ekki. Það var til dæmis algengt trikk hjá NFL-liðum að hóta að flytja til Los Angeles til að að kreista peninga út úr pólitíkusum. Það virkaði oftast. Maður myndi nú halda að hótunin um að íslenska landsliðið í fótbolta myndi flytja sig til útlanda ef það fengi ekki betri völl væri hlægileg. En viti menn. Það var nákvæmlega um það sem byrjað var að hóta í kjölfar þess að karlalandsliðið komst á stórmót. Sagt var að með tilkomu nýrrar keppni væri oftar leikið í nóvember og þá þyrfti bara yfirbyggðan leikvang. En reyndar er þegar gert ráð fyrir landsleikjum í nóvember. Við bara reynum að leika þá leiki úti og í það skipti sem það gekk ekki, í umspilinu við Króatíu, var bara leikið hér í kuldanum. Látum ekki taka okkur á einföldu „yfirmaðurinn bannar mér að selja bílinn svona ódýrt“ trikki. Umræddar breytingar á fyrirkomulagi landsleikja í Evrópu, stofnun Evrópudeildar landsliða og minniháttar fjölgun leikdaga í nóvember voru samþykktar af öllum aðildarfélögum UEFA. KSÍ sagði ekki: „Sýnið okkur miskunn! Við getum ekki spilað í nóvember.“ Munum að KSÍ og UEFA eru saman í liði. Og við, íslenskir skattgreiðendur, erum í öðru liði. Knattspyrnuhreyfingin er iðnaður. Þeim iðnaði óska ég alls hins besta. Það er alveg gaman að flottum mannvirkjum. En það á ekki króna af skattfé ríkisins eða stórskuldugrar höfuðborgar að fara í að byggja einhvern glæsivöll sem fyllist þrisvar á ári, þegar stórkostlega vel gengur. Þeir sem slíkan völl vilja byggja verða bara að borga fyrir hann sjálfir.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun