Glamour

Bleik nærföt frá Stellu McCartney

Ritstjórn skrifar
skjáskot/Stella McCartney
Fatahönnuðurinn Stella McCartney hefur hannað nærfatalínu þar sem hluti ágóðans rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. 

Þetta er annað árið í röð sem fatahönnuður gerir línu þar sem fókusinn er á brjóstakrabbameini en sjúkdómurinn stendur henni nærri þar sem móðir hennar, Linda McCartney, lést úr brjóstakrabbameini árið 1998. Markmiðið með herferðinni þar sem Cara Delevingne er í aðalhlutverki er að vekja konur á öllum aldri til umhugsunar um sjúkdóminn.

Um er að ræða tvenns konar týpur af bleikum nærfatnaði og hægt er að versla línuna á heimasíðu Stellu McCartney, Net-A-Porter og í vel völdum verslunum. 




Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.





×