Lars eða Lazim Guðmundur Kr. Jónsson skrifar 11. september 2015 07:00 Á sama tíma og maður af erlendum uppruna hefur verið gerður að þjóðardýrlingi hafa efasemdarraddir í tengslum við móttöku flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum aldrei verið háværari. Margir þeirra sem hafa sig sem mest frammi í dómsdagsyfirlýsingum yfir væntanlegum örlögum landsins verði það opnað fyrir fleiri innflytjendum hafa lýst yfir áhyggjum yfir meintum menningarmismun sem gæti splundrað þjóðinni. Þetta eru kunnugleg stef, innflytjendurnir læra seint og illa íslensku, eru ekki nægilega sannkristnir og aðlagast heilt yfir illa íslensku samfélagi. Rasismi eins og hann gerist verstur, allt undir rós og fölskum formerkjum. Lars Lagerbäck er ósköp venjulegur innflytjandi sem var boðið hingað til lands til að sinna ákveðnu starfi sem við gátum ekki ráðið starfsmann í úr eigin röðum. Þetta á við um ótal önnur störf á Íslandi og þjóðin er lánsöm að fólk af erlendum uppruna fæst til að koma hingað til að vinna vinnu sem við erum ekki fær um að sinna sjálf með góðu móti. Ólíkt mörgum öðrum innflytjendum á Íslandi virðist Lars hins vegar hafa ákveðið að læra ekki íslensku og raunar er fátt sem bendir til þess að hann hafi lagt sig eitthvað sérstaklega fram við að aðlagast íslensku samfélagi. Hann vinnur bara sína vinnu, þegjandi og hljóðalaust, talar ensku við samstarfsfólk sitt og virðist vera hvers manns hugljúfi. Eðli málsins samkvæmt hefur íslenska þjóðin tekið honum fagnandi, þó ekki vegna þess að hann er frá Svíþjóð en ekki Sýrlandi heldur vegna verðleika hans. Við sem þjóð eigum að láta eitt yfir alla ganga og leyfa þeim sem hingað koma að spreyta sig á eigin forsendum, óháð bakgrunni eða þjóðerni. Hver veit nema Lars framtíðarinnar leynist í litlum Lazim sem á sér einungis þann hófstillta draum að geta leyft sér að pæla aðeins meira í fótbolta og aðeins minna í drukknun og dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Á sama tíma og maður af erlendum uppruna hefur verið gerður að þjóðardýrlingi hafa efasemdarraddir í tengslum við móttöku flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum aldrei verið háværari. Margir þeirra sem hafa sig sem mest frammi í dómsdagsyfirlýsingum yfir væntanlegum örlögum landsins verði það opnað fyrir fleiri innflytjendum hafa lýst yfir áhyggjum yfir meintum menningarmismun sem gæti splundrað þjóðinni. Þetta eru kunnugleg stef, innflytjendurnir læra seint og illa íslensku, eru ekki nægilega sannkristnir og aðlagast heilt yfir illa íslensku samfélagi. Rasismi eins og hann gerist verstur, allt undir rós og fölskum formerkjum. Lars Lagerbäck er ósköp venjulegur innflytjandi sem var boðið hingað til lands til að sinna ákveðnu starfi sem við gátum ekki ráðið starfsmann í úr eigin röðum. Þetta á við um ótal önnur störf á Íslandi og þjóðin er lánsöm að fólk af erlendum uppruna fæst til að koma hingað til að vinna vinnu sem við erum ekki fær um að sinna sjálf með góðu móti. Ólíkt mörgum öðrum innflytjendum á Íslandi virðist Lars hins vegar hafa ákveðið að læra ekki íslensku og raunar er fátt sem bendir til þess að hann hafi lagt sig eitthvað sérstaklega fram við að aðlagast íslensku samfélagi. Hann vinnur bara sína vinnu, þegjandi og hljóðalaust, talar ensku við samstarfsfólk sitt og virðist vera hvers manns hugljúfi. Eðli málsins samkvæmt hefur íslenska þjóðin tekið honum fagnandi, þó ekki vegna þess að hann er frá Svíþjóð en ekki Sýrlandi heldur vegna verðleika hans. Við sem þjóð eigum að láta eitt yfir alla ganga og leyfa þeim sem hingað koma að spreyta sig á eigin forsendum, óháð bakgrunni eða þjóðerni. Hver veit nema Lars framtíðarinnar leynist í litlum Lazim sem á sér einungis þann hófstillta draum að geta leyft sér að pæla aðeins meira í fótbolta og aðeins minna í drukknun og dauða.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun