Lars eða Lazim Guðmundur Kr. Jónsson skrifar 11. september 2015 07:00 Á sama tíma og maður af erlendum uppruna hefur verið gerður að þjóðardýrlingi hafa efasemdarraddir í tengslum við móttöku flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum aldrei verið háværari. Margir þeirra sem hafa sig sem mest frammi í dómsdagsyfirlýsingum yfir væntanlegum örlögum landsins verði það opnað fyrir fleiri innflytjendum hafa lýst yfir áhyggjum yfir meintum menningarmismun sem gæti splundrað þjóðinni. Þetta eru kunnugleg stef, innflytjendurnir læra seint og illa íslensku, eru ekki nægilega sannkristnir og aðlagast heilt yfir illa íslensku samfélagi. Rasismi eins og hann gerist verstur, allt undir rós og fölskum formerkjum. Lars Lagerbäck er ósköp venjulegur innflytjandi sem var boðið hingað til lands til að sinna ákveðnu starfi sem við gátum ekki ráðið starfsmann í úr eigin röðum. Þetta á við um ótal önnur störf á Íslandi og þjóðin er lánsöm að fólk af erlendum uppruna fæst til að koma hingað til að vinna vinnu sem við erum ekki fær um að sinna sjálf með góðu móti. Ólíkt mörgum öðrum innflytjendum á Íslandi virðist Lars hins vegar hafa ákveðið að læra ekki íslensku og raunar er fátt sem bendir til þess að hann hafi lagt sig eitthvað sérstaklega fram við að aðlagast íslensku samfélagi. Hann vinnur bara sína vinnu, þegjandi og hljóðalaust, talar ensku við samstarfsfólk sitt og virðist vera hvers manns hugljúfi. Eðli málsins samkvæmt hefur íslenska þjóðin tekið honum fagnandi, þó ekki vegna þess að hann er frá Svíþjóð en ekki Sýrlandi heldur vegna verðleika hans. Við sem þjóð eigum að láta eitt yfir alla ganga og leyfa þeim sem hingað koma að spreyta sig á eigin forsendum, óháð bakgrunni eða þjóðerni. Hver veit nema Lars framtíðarinnar leynist í litlum Lazim sem á sér einungis þann hófstillta draum að geta leyft sér að pæla aðeins meira í fótbolta og aðeins minna í drukknun og dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Mistök eru eitthvað, sem menn gera óvart Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson Skoðun Þau hýrast enn á Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skattar eru ekki fúkyrði Þormóður Logi Björnsson Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun Gott umhverfi er gott fyrir okkur Pall Jakob Líndal Skoðun Fámennt ríki á jaðrinum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun
Á sama tíma og maður af erlendum uppruna hefur verið gerður að þjóðardýrlingi hafa efasemdarraddir í tengslum við móttöku flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum aldrei verið háværari. Margir þeirra sem hafa sig sem mest frammi í dómsdagsyfirlýsingum yfir væntanlegum örlögum landsins verði það opnað fyrir fleiri innflytjendum hafa lýst yfir áhyggjum yfir meintum menningarmismun sem gæti splundrað þjóðinni. Þetta eru kunnugleg stef, innflytjendurnir læra seint og illa íslensku, eru ekki nægilega sannkristnir og aðlagast heilt yfir illa íslensku samfélagi. Rasismi eins og hann gerist verstur, allt undir rós og fölskum formerkjum. Lars Lagerbäck er ósköp venjulegur innflytjandi sem var boðið hingað til lands til að sinna ákveðnu starfi sem við gátum ekki ráðið starfsmann í úr eigin röðum. Þetta á við um ótal önnur störf á Íslandi og þjóðin er lánsöm að fólk af erlendum uppruna fæst til að koma hingað til að vinna vinnu sem við erum ekki fær um að sinna sjálf með góðu móti. Ólíkt mörgum öðrum innflytjendum á Íslandi virðist Lars hins vegar hafa ákveðið að læra ekki íslensku og raunar er fátt sem bendir til þess að hann hafi lagt sig eitthvað sérstaklega fram við að aðlagast íslensku samfélagi. Hann vinnur bara sína vinnu, þegjandi og hljóðalaust, talar ensku við samstarfsfólk sitt og virðist vera hvers manns hugljúfi. Eðli málsins samkvæmt hefur íslenska þjóðin tekið honum fagnandi, þó ekki vegna þess að hann er frá Svíþjóð en ekki Sýrlandi heldur vegna verðleika hans. Við sem þjóð eigum að láta eitt yfir alla ganga og leyfa þeim sem hingað koma að spreyta sig á eigin forsendum, óháð bakgrunni eða þjóðerni. Hver veit nema Lars framtíðarinnar leynist í litlum Lazim sem á sér einungis þann hófstillta draum að geta leyft sér að pæla aðeins meira í fótbolta og aðeins minna í drukknun og dauða.
Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun
Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun