Hjálpum þeim til að hjálpa sér sjálf Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. september 2015 08:00 Formaður velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhelmsdóttir, segir aumingjavæðingu í gangi hjá borginni. Þetta eru stór orð komandi frá manneskju sem hefur helgað sig velferðarmálum á sínum pólitíska ferli sem spannar yfir áratug í borgarpólitíkinni. Í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu í dag segir Björk meðal annars: „Þú færð meira með því að eiga svolítið bágt, meiri athygli og meiri bætur.“ Hún skefur ekkert utan af því og heldur áfram: „Að sjálfsögðu á samfélagið að veita fólki fjárhagsaðstoð sem ekki getur veitt sér neina björg sjálft. En að hafa fólk sem er vinnufært á fjárhagsaðstoð á sama tíma og okkur sárvantar strætóbílstjóra, fólk í heimaþjónustu, fólk á frístundaheimilin og allt þetta. Það er bara algjörlega galið.“ Björk segir starfsfólk þjónustumiðstöðva og Samband sveitarfélaga vilja breytingar. Það sé velferðarsvið sem standi því fyrir þrifum í borginni. Flokkssystir Bjarkar, þingmaðurinn Oddný G. Harðardóttir, gagnrýndi fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið fyrir að bætur Tryggingastofnunar haldist ekki í hendur við lágmarkslaun. Bjarni sagðist ósammála því að bætur eigi að vera jafn háar launum; mikilvægt sé að réttir hvatar séu í kerfinu þannig að fólk sjái ávinning í því að fara aftur út á vinnumarkað. Bjarni bætti við að ör þróun bótaþega síðustu tvo áratugina væri alvarlegt mál. Oddný sagði viðhorf ráðherrans sorgleg. Fólk kjósi ekki að vera á bótum. „Öryrkjar eiga margir hverjir ekkert val. Og það er skylda samfélagsins að standa þannig að málum að þeir sem hafa meira á milli handanna gefi eftir getu.“ Öll hafa þau að einhverju leyti rétt fyrir sér. Margir öryrkjar og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eiga ekkert val. En það vegur þungt þegar burðarás jafnaðarmanna í velferðarmálum segir málaflokkinn veikleikavæddan og að kerfið búi til vandamál. Ef staðreyndin er sú að fólkið á gólfinu sem vinnur beint með fólkinu sem þiggur opinbera aðstoð er að verða vitni að þessari þróun sem Björk og Bjarni eru sammála um er ljóst að breytinga er þörf og orð Oddnýjar marklaus. Þeim hefur fjölgað mikið sem þiggja fjárhagsaðstoð sem og bætur úr almannatryggingakerfinu. Það hlýtur að vera áhyggjuefni og tilefni til breytinga. Kerfið einblínir um of á veikleika fólks og síður á styrkleika þess. Pétur heitinn Blöndal barðist enda hart fyrir því að starfsgeta fólks yrði metin frekar en örorka þeirra. En það er einnig brýnt að í kerfinu sé innbyggður hvati fyrir fólk til þess að koma sér úr þeim aðstæðum sem koma í veg fyrir að það bjargi sér sjálft. Séu dæmi þess að bótakerfið sé fátækragildra næstu kynslóða verður að taka á því um leið. Fjárhagslegi hvatinn er sterkur, enda er undarlegt að það borgi jafn vel að vera á bótum og að vinna störf sem gefa lægstu launin. Fyrsta skrefið er að setja skilyrði fyrir því að fólk geti átt rétt á þessari aðstoð hins opinbera. Það er augljóst mál að þeir sem eru sannarlega vinnufærir en neita því að leggja sig fram geta ekki átt sama rétt og aðrir í þeim efnum. Lögum sem koma í veg fyrir slík skilyrði þarf að breyta. Strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Formaður velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhelmsdóttir, segir aumingjavæðingu í gangi hjá borginni. Þetta eru stór orð komandi frá manneskju sem hefur helgað sig velferðarmálum á sínum pólitíska ferli sem spannar yfir áratug í borgarpólitíkinni. Í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu í dag segir Björk meðal annars: „Þú færð meira með því að eiga svolítið bágt, meiri athygli og meiri bætur.“ Hún skefur ekkert utan af því og heldur áfram: „Að sjálfsögðu á samfélagið að veita fólki fjárhagsaðstoð sem ekki getur veitt sér neina björg sjálft. En að hafa fólk sem er vinnufært á fjárhagsaðstoð á sama tíma og okkur sárvantar strætóbílstjóra, fólk í heimaþjónustu, fólk á frístundaheimilin og allt þetta. Það er bara algjörlega galið.“ Björk segir starfsfólk þjónustumiðstöðva og Samband sveitarfélaga vilja breytingar. Það sé velferðarsvið sem standi því fyrir þrifum í borginni. Flokkssystir Bjarkar, þingmaðurinn Oddný G. Harðardóttir, gagnrýndi fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið fyrir að bætur Tryggingastofnunar haldist ekki í hendur við lágmarkslaun. Bjarni sagðist ósammála því að bætur eigi að vera jafn háar launum; mikilvægt sé að réttir hvatar séu í kerfinu þannig að fólk sjái ávinning í því að fara aftur út á vinnumarkað. Bjarni bætti við að ör þróun bótaþega síðustu tvo áratugina væri alvarlegt mál. Oddný sagði viðhorf ráðherrans sorgleg. Fólk kjósi ekki að vera á bótum. „Öryrkjar eiga margir hverjir ekkert val. Og það er skylda samfélagsins að standa þannig að málum að þeir sem hafa meira á milli handanna gefi eftir getu.“ Öll hafa þau að einhverju leyti rétt fyrir sér. Margir öryrkjar og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eiga ekkert val. En það vegur þungt þegar burðarás jafnaðarmanna í velferðarmálum segir málaflokkinn veikleikavæddan og að kerfið búi til vandamál. Ef staðreyndin er sú að fólkið á gólfinu sem vinnur beint með fólkinu sem þiggur opinbera aðstoð er að verða vitni að þessari þróun sem Björk og Bjarni eru sammála um er ljóst að breytinga er þörf og orð Oddnýjar marklaus. Þeim hefur fjölgað mikið sem þiggja fjárhagsaðstoð sem og bætur úr almannatryggingakerfinu. Það hlýtur að vera áhyggjuefni og tilefni til breytinga. Kerfið einblínir um of á veikleika fólks og síður á styrkleika þess. Pétur heitinn Blöndal barðist enda hart fyrir því að starfsgeta fólks yrði metin frekar en örorka þeirra. En það er einnig brýnt að í kerfinu sé innbyggður hvati fyrir fólk til þess að koma sér úr þeim aðstæðum sem koma í veg fyrir að það bjargi sér sjálft. Séu dæmi þess að bótakerfið sé fátækragildra næstu kynslóða verður að taka á því um leið. Fjárhagslegi hvatinn er sterkur, enda er undarlegt að það borgi jafn vel að vera á bótum og að vinna störf sem gefa lægstu launin. Fyrsta skrefið er að setja skilyrði fyrir því að fólk geti átt rétt á þessari aðstoð hins opinbera. Það er augljóst mál að þeir sem eru sannarlega vinnufærir en neita því að leggja sig fram geta ekki átt sama rétt og aðrir í þeim efnum. Lögum sem koma í veg fyrir slík skilyrði þarf að breyta. Strax.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun