Landsbankinn: Hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi árs Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2015 17:08 Hreinar þjónustutekjur námu 3,4 milljörðum króna og hækka um 16% frá sama tímabili árið áður. Vísir/Rósa Afkoma Landsbankans var jákvæð um 12,4 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi árisns 2015 samanborið við 14,9 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. „Hreinar vaxtatekjur voru 16,2 milljarðar króna og hækka um 6% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,4 milljörðum króna og hækka um 16% frá sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar útlána lækka um 9,6 milljarða króna á milli ára, en hagnaður af hlutabréfum hækkar á sama tíma um tæpa 5 milljarða. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,4% á ársgrundvelli samanborið við 12,8% á sama tímabili árið áður. Kostnaðarhlutfall lækkar umtalsvert, er 44,8% á fyrri helmingi ársins en var 54,9% á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður hækkar um 2% milli ára, en betri tekjusamsetning skýrir lækkun kostnaðarhlutfallsins. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 13% á árinu og útlán um 6% en hluta þess má rekja til samruna við Sparisjóð Vestmannaeyja í lok mars, en rekstraráhrifa hans gætir nú í uppgjöri bankans í fyrsta sinn. Á fyrri helmingi ársins námu ný íbúðalán 31,7 milljarði króna, en voru 21,5 milljarður króna á sama tíma á síðasta ári. Landsbankinn var með mesta markaðshlutdeild í bæði hlutabréfa- og skuldabréfaviðskiptum í Kauphöll á fyrri hluta árs,“ segir í tilkynningunni. Steinþór Pálsson bankastjóri segir afkomu Landsbankans fyrstu sex mánuði ársins vera með ágætum, tekjusamsetningin betri en áður og fjárhagsstaðan er traust. „Bankinn hefur notið góðs af hagstæðri þróun í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum og viðskipti hafa verið að aukast umtalsvert. Markaðshlutdeild bankans í útlána- og innlánastarfsemi og í markaðsviðskiptum heldur áfram að aukast. Samkvæmt mælingum Gallup í júní mælist Landsbankinn með mestu markaðshlutdeildina á einstaklingsmarkaði, eða 35,1% og hefur aldrei mælst hærri. Þetta sýnir að viðskiptavinir kunna að meta það sem Landsbankinn er að gera. Í lok mars sameinaðist Sparisjóður Vestmannaeyja við Landsbankann. Samþætting starfseminnar hefur gengið vel og leggur bankinn áherslu á að veita öfluga fjármálaþjónustu á starfssvæðum sparisjóðsins til hagsbóta fyrir íbúa og atvinnulíf. Í júlí hækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s (S&P) lánshæfiseinkunn bankans í BBB- með jákvæðum horfum. Landsbankinn er nú kominn í fjárfestingarflokk og það eykur traust til bankans á mörkuðum og styður við fjármögnun hans í nánustu framtíð, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Áætlanir stjórnvalda um losun fjármagnshafta munu að öllum líkindum hafa töluverð áhrif á ýmsar stærðir í efnahagsreikningi bankans. Landsbankinn er vel undir það búinn að mæta útflæði innlána í eigu slitabúanna sem óhjákvæmilega mun leiða af losun fjármagnshaftanna. Það sem af er árinu hefur Landsbankinn unnið að innleiðingu nýrrar stefnu sem nær til ársins 2020 og felur hún í sér umfangsmiklar breytingar sem ætlað er að skila árangri bæði til skemmri og lengri tíma. Stefnan felur í sér enn frekari hagræðingu í rekstri, m.a. með því að koma miðlægri starfsemi bankans undir eitt þak en Landsbankinn hefur tekið sér frest til að vega og meta þau sjónarmið sem fram hafa komið um fyrirhugaða nýbyggingu. Í stefnunni er lögð áhersla á að veita viðskiptavinum fyrirmyndarþjónustu, þróa rafræna þjónustu, auka skilvirkni stoðeininga, móta nútímalegra tækniumhverfi og hagkvæman efnahagsreikning um leið og áhættu er haldið innan marka. Þá er sérstök áhersla lögð á árangursmiðaða menningu innan bankans. Saman eiga þessir þættir sem brotnir hafa verið niður í 7 verkstrauma, að skila ánægðum og tryggum viðskiptavinum og starfsmönnum, hagkvæmum rekstri og ásættanlegri arðsemi eigin fjár til framtíðar,“ segir Steinþór. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 12,4 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi árisns 2015 samanborið við 14,9 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. „Hreinar vaxtatekjur voru 16,2 milljarðar króna og hækka um 6% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,4 milljörðum króna og hækka um 16% frá sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar útlána lækka um 9,6 milljarða króna á milli ára, en hagnaður af hlutabréfum hækkar á sama tíma um tæpa 5 milljarða. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,4% á ársgrundvelli samanborið við 12,8% á sama tímabili árið áður. Kostnaðarhlutfall lækkar umtalsvert, er 44,8% á fyrri helmingi ársins en var 54,9% á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður hækkar um 2% milli ára, en betri tekjusamsetning skýrir lækkun kostnaðarhlutfallsins. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 13% á árinu og útlán um 6% en hluta þess má rekja til samruna við Sparisjóð Vestmannaeyja í lok mars, en rekstraráhrifa hans gætir nú í uppgjöri bankans í fyrsta sinn. Á fyrri helmingi ársins námu ný íbúðalán 31,7 milljarði króna, en voru 21,5 milljarður króna á sama tíma á síðasta ári. Landsbankinn var með mesta markaðshlutdeild í bæði hlutabréfa- og skuldabréfaviðskiptum í Kauphöll á fyrri hluta árs,“ segir í tilkynningunni. Steinþór Pálsson bankastjóri segir afkomu Landsbankans fyrstu sex mánuði ársins vera með ágætum, tekjusamsetningin betri en áður og fjárhagsstaðan er traust. „Bankinn hefur notið góðs af hagstæðri þróun í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum og viðskipti hafa verið að aukast umtalsvert. Markaðshlutdeild bankans í útlána- og innlánastarfsemi og í markaðsviðskiptum heldur áfram að aukast. Samkvæmt mælingum Gallup í júní mælist Landsbankinn með mestu markaðshlutdeildina á einstaklingsmarkaði, eða 35,1% og hefur aldrei mælst hærri. Þetta sýnir að viðskiptavinir kunna að meta það sem Landsbankinn er að gera. Í lok mars sameinaðist Sparisjóður Vestmannaeyja við Landsbankann. Samþætting starfseminnar hefur gengið vel og leggur bankinn áherslu á að veita öfluga fjármálaþjónustu á starfssvæðum sparisjóðsins til hagsbóta fyrir íbúa og atvinnulíf. Í júlí hækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s (S&P) lánshæfiseinkunn bankans í BBB- með jákvæðum horfum. Landsbankinn er nú kominn í fjárfestingarflokk og það eykur traust til bankans á mörkuðum og styður við fjármögnun hans í nánustu framtíð, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Áætlanir stjórnvalda um losun fjármagnshafta munu að öllum líkindum hafa töluverð áhrif á ýmsar stærðir í efnahagsreikningi bankans. Landsbankinn er vel undir það búinn að mæta útflæði innlána í eigu slitabúanna sem óhjákvæmilega mun leiða af losun fjármagnshaftanna. Það sem af er árinu hefur Landsbankinn unnið að innleiðingu nýrrar stefnu sem nær til ársins 2020 og felur hún í sér umfangsmiklar breytingar sem ætlað er að skila árangri bæði til skemmri og lengri tíma. Stefnan felur í sér enn frekari hagræðingu í rekstri, m.a. með því að koma miðlægri starfsemi bankans undir eitt þak en Landsbankinn hefur tekið sér frest til að vega og meta þau sjónarmið sem fram hafa komið um fyrirhugaða nýbyggingu. Í stefnunni er lögð áhersla á að veita viðskiptavinum fyrirmyndarþjónustu, þróa rafræna þjónustu, auka skilvirkni stoðeininga, móta nútímalegra tækniumhverfi og hagkvæman efnahagsreikning um leið og áhættu er haldið innan marka. Þá er sérstök áhersla lögð á árangursmiðaða menningu innan bankans. Saman eiga þessir þættir sem brotnir hafa verið niður í 7 verkstrauma, að skila ánægðum og tryggum viðskiptavinum og starfsmönnum, hagkvæmum rekstri og ásættanlegri arðsemi eigin fjár til framtíðar,“ segir Steinþór.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent