RÚV skilaði hagnaði fyrstu sex mánuði ársins Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2015 21:18 Enn ríkir þó óvissa í fjármálum RÚV vegna yfirskuldsetningar. Vísir/Ernir Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Ríkisútvarpsins ohf. frá fyrra ári samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins. Fyrstu sex mánuði ársins skilaði félagið 17 milljón króna hagnaði. Rekstrarniðurstaða síðustu tíu mánaða tímabils er 36 milljónir króna, samanborið við 271 milljón króna ári áður. Reikningsár RÚV er nú frá 1. september til 31. ágúst eftir breytingu fyrr á árinu. Því nær árshlutauppgjörið til tímabilsins 1. september 2014 til 30. júní á þessu ári, eða tíu mánuði. Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu ohf. segir að hagræðingaraðgerðir hafi skilað sér og jafnvægi sé að komast á í rekstri félagsins. Enn ríkir þó óvissa í fjármálum RÚV vegna yfirskuldsetningar. Þessi viðsnúningur er sagður vera til kominn vegna hækkandi tekna og lækkandi rekstrarkostnaðar. „Þetta gerist þrátt fyrir að kostnaður við dreifikerfi hafi hækkað verulega en sá kostnaður byggist á samningi um stafræna dreifingu sem gerður var vorið 2013. Afskriftir rekstrarfjármuna lækka einnig milli ára en fjármagnskostnaður er enn hár vegna mikillar skuldsetningar. Kostnaður við sameiginlegan rekstur og yfirstjórn lækkar milli tímabila. Stöðugildum fækkar, þau voru að meðaltali 257 á tímabilinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“Gamalt lán vegur þyngst Varðandi yfirskuldsetningu félagsins vegur þyngst gamalt lán vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum. RÚV hefur þó samið við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins um tímabundinn frest á greiðslum af skuldabréfinu. Þar að auki hefur Landsbankinn veitt undanþágu frá lágmarkskröfu um eigið fé í lánaskilmálum. Eigið fé félagsins var komið undir lágmarkskröfuna í fyrra. „Lög um Ríkisútvarpið frá árinu 2013 tóku breytingum þannig að möguleikar félagsins á öflun auglýsingatekna voru takmarkaðir í upphafi árs 2014 og útvarpsgjald var lækkað í upphafi árs 2015. Til að bregðast við þessari stöðu hefur Ríkisútvarpið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu, ráðist í margvíslegar hagræðingaraðgerðir og unnið að sölu eigna til að lækka skuldir félagsins. Eins og áður segir sýnir árshlutauppgjörið að hagræðingin er þegar farin að bera árangur.“ Þar að auki hefur verið unnið að söluferli byggingarréttar á lóð Ríkisútvarpsins og væntir stjórn félagsins að það muni lækka skuldir þess umtalsvert.Vilja ekki frekari lækkun útvarpsgjalds „Á hinn bóginn hefur stjórn Ríkisútvarpins vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að þrátt fyrir framangreindar aðgerðir hefur félagið ekki burði til þess að standa undir þeirri miklu skuldsetningu sem á félaginu hvílir án verulegra niðurskurðaraðgerða sem áhrif myndu hafa á alla þjónustu félagsins.“ Í tilkynningunni segir að ljóst sé að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins muni dragast saman að raungildi. Þar að auki muni kjarasamningar og verðbólga hækka rekstrarkostnað umtalsvert. Því hefur stjórn RÚV vakið athygli á að til þess að ekki þurfi að skera frekar niður á rekstri og þjónustu megi útvarpsgjald ekki lækka frekar. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Ríkisútvarpsins ohf. frá fyrra ári samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins. Fyrstu sex mánuði ársins skilaði félagið 17 milljón króna hagnaði. Rekstrarniðurstaða síðustu tíu mánaða tímabils er 36 milljónir króna, samanborið við 271 milljón króna ári áður. Reikningsár RÚV er nú frá 1. september til 31. ágúst eftir breytingu fyrr á árinu. Því nær árshlutauppgjörið til tímabilsins 1. september 2014 til 30. júní á þessu ári, eða tíu mánuði. Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu ohf. segir að hagræðingaraðgerðir hafi skilað sér og jafnvægi sé að komast á í rekstri félagsins. Enn ríkir þó óvissa í fjármálum RÚV vegna yfirskuldsetningar. Þessi viðsnúningur er sagður vera til kominn vegna hækkandi tekna og lækkandi rekstrarkostnaðar. „Þetta gerist þrátt fyrir að kostnaður við dreifikerfi hafi hækkað verulega en sá kostnaður byggist á samningi um stafræna dreifingu sem gerður var vorið 2013. Afskriftir rekstrarfjármuna lækka einnig milli ára en fjármagnskostnaður er enn hár vegna mikillar skuldsetningar. Kostnaður við sameiginlegan rekstur og yfirstjórn lækkar milli tímabila. Stöðugildum fækkar, þau voru að meðaltali 257 á tímabilinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“Gamalt lán vegur þyngst Varðandi yfirskuldsetningu félagsins vegur þyngst gamalt lán vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum. RÚV hefur þó samið við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins um tímabundinn frest á greiðslum af skuldabréfinu. Þar að auki hefur Landsbankinn veitt undanþágu frá lágmarkskröfu um eigið fé í lánaskilmálum. Eigið fé félagsins var komið undir lágmarkskröfuna í fyrra. „Lög um Ríkisútvarpið frá árinu 2013 tóku breytingum þannig að möguleikar félagsins á öflun auglýsingatekna voru takmarkaðir í upphafi árs 2014 og útvarpsgjald var lækkað í upphafi árs 2015. Til að bregðast við þessari stöðu hefur Ríkisútvarpið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu, ráðist í margvíslegar hagræðingaraðgerðir og unnið að sölu eigna til að lækka skuldir félagsins. Eins og áður segir sýnir árshlutauppgjörið að hagræðingin er þegar farin að bera árangur.“ Þar að auki hefur verið unnið að söluferli byggingarréttar á lóð Ríkisútvarpsins og væntir stjórn félagsins að það muni lækka skuldir þess umtalsvert.Vilja ekki frekari lækkun útvarpsgjalds „Á hinn bóginn hefur stjórn Ríkisútvarpins vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að þrátt fyrir framangreindar aðgerðir hefur félagið ekki burði til þess að standa undir þeirri miklu skuldsetningu sem á félaginu hvílir án verulegra niðurskurðaraðgerða sem áhrif myndu hafa á alla þjónustu félagsins.“ Í tilkynningunni segir að ljóst sé að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins muni dragast saman að raungildi. Þar að auki muni kjarasamningar og verðbólga hækka rekstrarkostnað umtalsvert. Því hefur stjórn RÚV vakið athygli á að til þess að ekki þurfi að skera frekar niður á rekstri og þjónustu megi útvarpsgjald ekki lækka frekar.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent