Landsbankinn útvistaði lögfræðiþjónustu til Motus án útboðs jón hákon halldórsson skrifar 27. ágúst 2015 11:45 Motus sér um innheimtu fyrir Landsbankann. vísir/vilhelm Landsbankinn ákvað í júní að útvista allri starfsemi lögfræðideildar bankans sem snýr að innheimtu á vanskilakröfum til Motus innheimtuþjónustu. „Það er alþekkt að fyrirtæki útvisti lögfræðiinnheimtu og mjög algengt t.d. í erlendri bankastarfsemi að þessi leið sé farin, bæði til auka skilvirkni og spara fé við innheimtuna sjálfa. Þetta eru okkar markmið líka. Með þessari leið fáum við notið sérfræðikunnáttu og nýtum þaulreynt innheimtukerfi sem fyrir hendi er, í stað þess að fara í mikla fjárfestingu á eigin vegum,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Innheimtustarfsemin var ekki boðin út og ekki var send tilkynning þegar samið var við Motus. „Landsbankinn hefur um árabil útvistað hluta af innheimtu vanskilakrafna. Motus hefur lengi sinnt afmörkuðum þáttum í innheimtu fyrir bankann, reynslan af því samstarfi hefur verið góð og aukning á samstarfinu veitir ýmis tækifæri til að auka skilvirkni í innheimtumálum bankans,“ segir hann. Kristján segir að þeim fastráðnu starfsmönnum innheimtudeildarinnar sem ekki fengu áframhaldandi starf í Landsbankanum hafi öllum verið boðið starf hjá Motus. Flestir hafi þegið það boð. Hann segir að Landsbankinn vinni stöðugt að hagræðingu í sinni starfsemi. Þessi aðgerð hafi verið hluti af þeirri vegferð. Til dæmis megi benda á að stöðugildum í Landsbankanum hefur fækkað um 245 frá árslokum 2011, eða um 18,4%. Landsbankinn og Motus eru tengd félög því bankinn á 43 prósenta hlut í Motus. Tveir af framkvæmdastjórum bankans, þeir Árni Þór Þorbjörnsson og Helgi Teitur Helgason, sitja í stjórn Motus. Motus er alfarið í eigu íslenskra aðila. Auk Landsbankans á Bál ehf., félag í eigu Sigurðar Arnars Jónssonar, forstjóra Motus, og Bjarna Þórs Óskarssonar, sviðsstjóra hjá fyrirtækinu, tæplega 36 prósenta hlut. Þá eiga nokkrir aðrir starfsmenn 11 prósenta hlut í gegnum félagið Solvent og svo á Motus ehf. 10 prósenta hlut í sjálfu sér. Íslandsbanki hefur ekki útvistað þessum sama þætti í sinni starfsemi. „Hins vegar er þetta ein leið sem við höfum verið að skoða, ásamt mörgum öðrum. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar,“ segir í svari frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Hjá Arion banka fengust engar upplýsingar um það hvernig þessum málum er háttað hjá bankanum. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Landsbankinn ákvað í júní að útvista allri starfsemi lögfræðideildar bankans sem snýr að innheimtu á vanskilakröfum til Motus innheimtuþjónustu. „Það er alþekkt að fyrirtæki útvisti lögfræðiinnheimtu og mjög algengt t.d. í erlendri bankastarfsemi að þessi leið sé farin, bæði til auka skilvirkni og spara fé við innheimtuna sjálfa. Þetta eru okkar markmið líka. Með þessari leið fáum við notið sérfræðikunnáttu og nýtum þaulreynt innheimtukerfi sem fyrir hendi er, í stað þess að fara í mikla fjárfestingu á eigin vegum,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Innheimtustarfsemin var ekki boðin út og ekki var send tilkynning þegar samið var við Motus. „Landsbankinn hefur um árabil útvistað hluta af innheimtu vanskilakrafna. Motus hefur lengi sinnt afmörkuðum þáttum í innheimtu fyrir bankann, reynslan af því samstarfi hefur verið góð og aukning á samstarfinu veitir ýmis tækifæri til að auka skilvirkni í innheimtumálum bankans,“ segir hann. Kristján segir að þeim fastráðnu starfsmönnum innheimtudeildarinnar sem ekki fengu áframhaldandi starf í Landsbankanum hafi öllum verið boðið starf hjá Motus. Flestir hafi þegið það boð. Hann segir að Landsbankinn vinni stöðugt að hagræðingu í sinni starfsemi. Þessi aðgerð hafi verið hluti af þeirri vegferð. Til dæmis megi benda á að stöðugildum í Landsbankanum hefur fækkað um 245 frá árslokum 2011, eða um 18,4%. Landsbankinn og Motus eru tengd félög því bankinn á 43 prósenta hlut í Motus. Tveir af framkvæmdastjórum bankans, þeir Árni Þór Þorbjörnsson og Helgi Teitur Helgason, sitja í stjórn Motus. Motus er alfarið í eigu íslenskra aðila. Auk Landsbankans á Bál ehf., félag í eigu Sigurðar Arnars Jónssonar, forstjóra Motus, og Bjarna Þórs Óskarssonar, sviðsstjóra hjá fyrirtækinu, tæplega 36 prósenta hlut. Þá eiga nokkrir aðrir starfsmenn 11 prósenta hlut í gegnum félagið Solvent og svo á Motus ehf. 10 prósenta hlut í sjálfu sér. Íslandsbanki hefur ekki útvistað þessum sama þætti í sinni starfsemi. „Hins vegar er þetta ein leið sem við höfum verið að skoða, ásamt mörgum öðrum. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar,“ segir í svari frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Hjá Arion banka fengust engar upplýsingar um það hvernig þessum málum er háttað hjá bankanum.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent