Litla Ísland minnir á sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2015 19:52 Það kryddar óneitanlega tilveruna þegar fulltrúar Íslands slá í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Ekki líða margir dagar á milli þess sem maður fyllist stolti vegna árangurs samlanda. Tökum bara síðustu tvær vikur sem dæmi. Sunddrottningarnar Eygló Ósk Gústavsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fóru á kostum á HM í Rússlandi. Sögulegur árangur, Íslandsmet og Norðurlandamet - já bara metaregn. Í gær var Anítu Hinriksdóttur boðið á HM í frjálsum í Kína þökk sé glæsilegum árangri undanfarin misseri. Ásdís Hjálmsdóttir verður einnig á meðal keppenda í spjótkasti þar sem hún hefur verið fastagestur undanfarin ár. Krossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú hraustasta í heimi og ekki langt undan eru Björgvin Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir. Fanney Hauksdóttir heldur áfram að gera fólk orðlaust, nú með Evrópumeistaratitli í bekkpressu - hennar fyrsta alþjóðlega móti í fullorðinsflokki. Haraldur Franklín spilaði svo frábært golf á EM áhugamanna í Slóvakíu. Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea stríddu Chelsea um helgina, Alfreð Finnbogason skoraði sínum fyrsta leik í Grikklandi og Aron Jóhannsson, víst Íslendingur, samdi við eitt stærsta félag í Þýskalandi. Aron Pálmarsson vann sinn fyrsta titil með Veszprém og Aronar framtíðarinnar í 19 ára landsliði karla hafa unnið alla þrjá leikina á HM í Rússlandi. Þá hafa íslenskir knapar sópað að sér verðlaunum á HM íslenska hestsins í Herning. Framundan eru stór augnablik í íslenskri íþróttasögu. Karlalandsliðið í fótbolta getur stigið risaskref í átt að sínu fyrsta stórmóti með góðum úrslitum í leikjum sínum gegn Hollandi og Kasakstan Strákarnir í körfuboltalandsliðinu halda svo til Berlínar í september og mæta þeim bestu í Evrópu á EM í fyrsta skipti. Þar ætla ég að vera og kæmi mér mjög á óvart ef ég sneri ekki heim rosalega stoltur af strákunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Það kryddar óneitanlega tilveruna þegar fulltrúar Íslands slá í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Ekki líða margir dagar á milli þess sem maður fyllist stolti vegna árangurs samlanda. Tökum bara síðustu tvær vikur sem dæmi. Sunddrottningarnar Eygló Ósk Gústavsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fóru á kostum á HM í Rússlandi. Sögulegur árangur, Íslandsmet og Norðurlandamet - já bara metaregn. Í gær var Anítu Hinriksdóttur boðið á HM í frjálsum í Kína þökk sé glæsilegum árangri undanfarin misseri. Ásdís Hjálmsdóttir verður einnig á meðal keppenda í spjótkasti þar sem hún hefur verið fastagestur undanfarin ár. Krossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú hraustasta í heimi og ekki langt undan eru Björgvin Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir. Fanney Hauksdóttir heldur áfram að gera fólk orðlaust, nú með Evrópumeistaratitli í bekkpressu - hennar fyrsta alþjóðlega móti í fullorðinsflokki. Haraldur Franklín spilaði svo frábært golf á EM áhugamanna í Slóvakíu. Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea stríddu Chelsea um helgina, Alfreð Finnbogason skoraði sínum fyrsta leik í Grikklandi og Aron Jóhannsson, víst Íslendingur, samdi við eitt stærsta félag í Þýskalandi. Aron Pálmarsson vann sinn fyrsta titil með Veszprém og Aronar framtíðarinnar í 19 ára landsliði karla hafa unnið alla þrjá leikina á HM í Rússlandi. Þá hafa íslenskir knapar sópað að sér verðlaunum á HM íslenska hestsins í Herning. Framundan eru stór augnablik í íslenskri íþróttasögu. Karlalandsliðið í fótbolta getur stigið risaskref í átt að sínu fyrsta stórmóti með góðum úrslitum í leikjum sínum gegn Hollandi og Kasakstan Strákarnir í körfuboltalandsliðinu halda svo til Berlínar í september og mæta þeim bestu í Evrópu á EM í fyrsta skipti. Þar ætla ég að vera og kæmi mér mjög á óvart ef ég sneri ekki heim rosalega stoltur af strákunum.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun