Glamour

Hárkollur og hjólaskautar hjá Igló Indí

Ritstjórn skrifar
Flottir krakkar í myndbandinu.
Flottir krakkar í myndbandinu. Skjáskot

Íslenska barnafatamerkið Igló+Indí gáfu á dögunum út tískumyndband sem sýnir sumarlínu merkisins fyrir árið 2016. Þó að haustið sé á næsta leyti hér eru fatamerki í óða önn að undirbúa næsta sumar. 

Lundar, hjólaskautar, refir, tígrisdýr, prjónaflíkur og svart/hvít/grá litapalletta svo eitthvað sé nefnt frá barnafatamerkinu vinsæla fyrir næsta sumar. Ef marka má þetta fína myndband þar sem hressir krakkar bregða á leik við hafnarsvæðið í Reykjavík er mikið fínerí í vændum frá Igló + Indí. 

Ljósmyndari og sú sem sá um að taka upp myndbandið var Ágústa Ýr Guðmundsdóttir. 

Skjáskot
Skjáskot


Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.

SS16 Collection - URBAN SAFARI from iglo+indi on Vimeo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.