Viðskipti innlent

Ekkert verður af risarennibraut á Skólavörðustígnum í sumar

Jóhann Óli Eiðsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa
Íbúar Reykjavíkur geta í fyrsta lagi rennt sér í niður Skólavörðustíg að ári.
Íbúar Reykjavíkur geta í fyrsta lagi rennt sér í niður Skólavörðustíg að ári. vísir/getty

Ekkert verður af því í sumar að risavatnsrennibraut verði komið fyrir á Skólavörðustíg eins og áætlað var. Ekki náðist að flytja rennibrautina inn til landsins í tíma.

„Við runnum út á tíma,“ segir Jökull Torfason einn þeirra sem stóð í upphafi að rennibrautinni. Hópurinn samanstóð af sex nemum í Háskólanum í Reykjavík en auk Jökuls stóðu Brynja Rut Blöndal, Bryndís Ósk Valdimarsdóttir, Elín Lind Jónsdóttir, Jóhannes Hilmarsson og Klara Ingvarsdóttir hópinn.

„Kúrsinn sem við gerðum þetta í hófst ekki fyrr en í maí og það vannst bara ekki tími til að ná þessu.“

„Þetta er frábært verkefni hjá nemunum og við settum okkur í samband við þau er við sáum verkefnið á vefnum,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri NOVA. Flytja átti rennibrautina inn frá Asíu en hún tafðist í Hollandi og náði ekki alla leið.

„Það var tekið mjög vel í þetta hjá Reykjavíkurborg ásamt öllum sem við töluðum við á leiðinni. Það vildu allir greiða götu okkar. Það er leitt að geta ekki boðið upp á þetta í ár því því verkefnið er afar skemmtilegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé líklegra en ekki að þetta verði að ári.

„Við verðum að bíða og sjá til.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.