Jeremy Scott kærður aftur fyrir hugmyndastuld Ritstjórn skrifar 6. ágúst 2015 12:00 Graffítílistamaðurinn Joseph Tierney, sem gengur undir listamannsnafninu Rime, ætlar að höfða mál gegn tískurisanum Moschino og yfirhönnuði merkisins Jeremy Scott. Í ákærunni sakar hann Scott um að hafa stolið einu veggverka sinna og meðal annars sett á kjól í haust og vetrarlínu Moschino 2015. Söngkonan Katy Perry klæddist kjólnum umrædda á Met Gala hátíðinni í New York fyrr á árinu. Með henni var hönnuðurinn Jeremy Scott klæddur í jakkaföt með samskonar prenti, en þau mættu á hátíðina í bíl sem búið var að skreyta með myndinni líka. Á upprunalegu veggmyndinni er orðið „vandal“ (skemmdarvargur) og stór, ógnvekjandi augu sem Rime segir að sé óeðlilega líkt myndinni sem prentuð er á kjólinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Scott er ákærður fyrir listaverkastuld, en árið 2013 kærði hjólabrettafyrirtækið Santa Cruz Scott fyrir að stela myndum frá þeim sem hann notaði á haust og vetrarlínu sína 2013. Scott hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna ákærunnar. Gigi Hadid í kjólnum á sýningunni og upprunalega myndin.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Fyrsta herralína Stella McCartney lítur dagsins ljós Glamour Ralph Lauren hlýtur heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour Vorið hjá Isabel Marant Glamour Alexa Chung verður listrænn stjórnandi UGG Glamour Drauma Iphone-hulstrið frá Louis Vuitton Glamour
Graffítílistamaðurinn Joseph Tierney, sem gengur undir listamannsnafninu Rime, ætlar að höfða mál gegn tískurisanum Moschino og yfirhönnuði merkisins Jeremy Scott. Í ákærunni sakar hann Scott um að hafa stolið einu veggverka sinna og meðal annars sett á kjól í haust og vetrarlínu Moschino 2015. Söngkonan Katy Perry klæddist kjólnum umrædda á Met Gala hátíðinni í New York fyrr á árinu. Með henni var hönnuðurinn Jeremy Scott klæddur í jakkaföt með samskonar prenti, en þau mættu á hátíðina í bíl sem búið var að skreyta með myndinni líka. Á upprunalegu veggmyndinni er orðið „vandal“ (skemmdarvargur) og stór, ógnvekjandi augu sem Rime segir að sé óeðlilega líkt myndinni sem prentuð er á kjólinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Scott er ákærður fyrir listaverkastuld, en árið 2013 kærði hjólabrettafyrirtækið Santa Cruz Scott fyrir að stela myndum frá þeim sem hann notaði á haust og vetrarlínu sína 2013. Scott hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna ákærunnar. Gigi Hadid í kjólnum á sýningunni og upprunalega myndin.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Fyrsta herralína Stella McCartney lítur dagsins ljós Glamour Ralph Lauren hlýtur heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour Vorið hjá Isabel Marant Glamour Alexa Chung verður listrænn stjórnandi UGG Glamour Drauma Iphone-hulstrið frá Louis Vuitton Glamour