Hann mótmælir opnun staðarins á Facebook með því að birta mynd af sér og vinkonu sinni, Linnea Hellström, með fýlusvip og báða þumla niður fyrir framan Laugaveg 3 þar sem fyrsti staðurinn mun opna nú seinna í sumar. Með myndinni fylgir textinn: „We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!“ sem, í lauslegri íslenskri þýðingu, merkir: „Við erum eindregið á móti framgangi stórfyrirtækja í Reykjavík.“
Um þrjú hundruð manns hafa „líkað við“ færslu Krumma en hana má sjá hér að neðan.
We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!
Posted by Krummi Bjorgvinsson on Friday, July 10, 2015
„Það verður miklu meira en Íslendingar eru vanir,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, sérleyfishafa Dunkin´Donuts hér á landi, um úrvalið af kleinuhringjum sem boðið verður upp á í kaffihúsum keðjunnar á Íslandi í samtali við Vísi í apríl. Þá sagðist Árni Pétur búast við að milli fjörutíu og fimmtíu mismunandi tegundir af kleinuhringjum verði í boði.
„Við munum opna það sem kallast „stand alone“ kaffihús undir merkjum Dunkin´Donuts. Það eru kaffihús með fullri þjónustu. Þar verða allflestar þær vörur sem Dunkin býður upp á sem er miklu fleira en bara kleinuhringir. Það er bakkelsi, morgunmatur, ommelettur, fullt af brauðréttum og vefjum og svo mikið úrval af drykkjum.“