Viðskipti innlent

Samið um eigur Glitnis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samið hefur verið um eigur Íslandsbanka, vegna losunar hafta.
Samið hefur verið um eigur Íslandsbanka, vegna losunar hafta.
Glitnir sótti í dag um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Sótt er um þessa undanþágu í samræmi við stöðugleikaskilyrði sem stjórnvöld kynntu í vor vegna afnáms hafta. Þá hafa Íslandsbanki og Glitnir  undirritað rammasamkomulag um samstarf svo að slitameðferð Glitnis nái fram að ganga. Með samkomulaginu er Íslandsbanki gerður seljanlegri fyrir útlendinga.

Þetta samkomulag felur í sér að að eigið fé Íslandsbanka verði lækkað úr 28,4 prósentum í 23 prósent. Að Íslandsbanki gefi út til Glitnis 16 milljarða víkjandi skuldabréf í erlendri mynt á markaðskjörum til að minnsta kosti 10 ára og að Íslandsbanki gefi út um það bil 36 milljarða króna skuldabréf til Glitnis á markaðskjörum til 10 ára.

Í samkomulaginu kemur fram að sala á hlutafé Íslandsbanka til íslenskra fjárfesta verði takmörkuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×