Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2015 21:30 Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira