Stærsti hrygningarstofn þorsks síðan árið 1962 Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2015 21:00 Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent