Stærsti hrygningarstofn þorsks síðan árið 1962 Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2015 21:00 Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira