Glamour

Kallaðu mig Caitlyn Jenner

Ritstjórn skrifar
Forsíðustúlkan Caitlyn Jenner
Forsíðustúlkan Caitlyn Jenner Mynd/skjáskot Vanity Fair
Caitlyn Jenner prýðir forsíðu júlí blaðs Vanity Fair. Caitlyn, sem áður hét Bruce Jenner, sat fyrir hjá ljósmyndaranum Annie Leibovitz.

Myndirnar voru teknar á heimili hennar í Malibu í Kaliforníu. Er þetta í fyrsta sinn sem Caitlyn kemur fram.

"Ég er ekki að gera þetta til þess að vekja athygli, ég er að gera þetta til þess að lifa," segir Jenner meðal annars í forsíðuviðtalinu sem Pulitzer verðlaunablaðamaðurinn Buzz Bissinger tók.

Hér fyrir neðan má sjá Instagram-myndband sem tekið var bakvið tjöldin við tökur á forsíðunni. 

Forsíðan sem hefur vakið mikla athygli í dag.

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.