Körfubolti

Ekki fyrstu systurnar til að spila saman á Smáþjóðaleikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg og Helena Sverrisdætur.
Guðbjörg og Helena Sverrisdætur. mynd/kkí

Á morgun klukkan 13.30 leika stelpurnar okkar lokaleik sinn á Smáþjóðaleikunum í körfubolta gegn Lúxemborg, en það úrslitaleikur um gullið. Frítt er inn á alla leiki leikanna og áhorfendur því hvattir til að mæta og styðja við bakið á íslensku keppendunum okkar.

Systurnar Sverrisdóttir og Guðbjörg Sverrisdætur eru í hópi íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum sem fara að þessu sinni fram á Íslandi.

Helena Sverrisdóttir er fyrirliði liðsins og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í meira en tíu ár en yngri systir hennar á aðeins að baki einn landsleik.

Guðbjörg Sverrisdóttir, sem er fjórum árum yngri en Helena, spilaði sinn fyrsta og eina landsleik í fyrrasumar en hún var þá þrettándi maður fyrir Evrópukeppni Smáþjóða í Austurríki.

Leikirnir á Smáþjóðaleikunum í Laugardalshöllinni verða því fyrstu keppnisleikir þeirra systra saman en þær hafa spilað einn landsleik saman.

Guðbjörg, sem hefur spilað 50 landsleikjum færra en stóra systir, spilaði sinn eina landsleik á móti Dönum í Stykkishólmi í fyrrasumar. Systurnar voru þá með 35 stig í naumu tapi eftir framlengingu.

Helena var reyndar með 30 af þessum 35 stigum auk þess að taka 9 fráköst, gefa 6 stoðsendingar og stela 5 boltum. Guðbjörg skoraði 5 stig á 8 mínútum og hitti úr báðum skotum sínum.    

Þær Helena og Guðbjörg verða þó ekki fyrstu systurnar til að spila saman í körfuboltalandsliðinu á Smáþjóðaleikum.

Það kom í hlut þeirra Sigrúnar Sjafnar og Guðrúnar Óskar Ámundadætra frá Borgarnesi á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 2009.

Guðrún Ósk náði ekki að skora í leikjunum þremur og því geta þær Helena og Guðbjörg orðið fyrstu systurnar sem skora báðar í leik með íslenska kvennalandsliðinu á Smáþjóðaleikum.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er í íslenska landsliðshópnum á Smáþjóðaleikunum í ár en Guðrún Ósk hefur ekki spilað með landsliðinu frá árinu 2009.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.