Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs ingvar haraldsson skrifar 5. júní 2015 16:51 Höfuðstöðvar Arion banka. vísir/pjetur Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sameiningu AFL sparisjóðs og Arion banka. Sparisjóðurinn hafði um nokkurra mánaða skeið ekki uppfyllt kröfu Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall og hefur Arion banki, sem langstærsti eigandi stofnfjárs, unnið að málefnum sjóðsins í samstarfi við stjórn hans, Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Í upphafi maímánaðar gerðu Arion banki og Samkeppniseftirlitið með sér sátt þar sem kveðið er á um að bankinn skuli selja eignarhlut sinn í opnu söluferli. Eignarhlutur Arion banka er 99,3% stofnfjár. AFL sparisjóður fékk endurskoðendur KPMG til að meta lánasafn sjóðsins. Sú vinna hefur leitt í ljós að staða sjóðsins er mun verri en fram kemur í síðasta ársreikningi og þarf sjóðurinn á verulegu eiginfjárframlagi að halda til að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningunni. „Úrlausn lagalegs ágreinings varðandi erlend lán AFLs myndi þar engu breyta um. Eftirlitsaðilar hafa verið upplýstir um stöðu sjóðsins. Að höfðu samráði við Fjármálaeftirlitið hefur Samkeppniseftirlitið nú endurskoðað fyrri ákvörðun og heimilað Arion banka að sameina AFL sparisjóð bankanum þar sem sparisjóðurinn er talinn fjármálafyrirtæki á fallanda fæti,“ segir Arion banki. Vegna þess hefur verið fallið frá því að selja AFL og mun Arion banki þegar í stað ráðast í að sameina AFL sparisjóð bankanum. „Þar til sameiningarferlinu er lokið mun Arion banki standa þétt að baki AFLi sparisjóði og veita honum þá fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er. Þetta á bæði við um ný útlán sem og innlán viðskiptavina. AFL sparisjóður er staðsettur á Siglufirði og rekur auk þess útibú á Sauðárkróki. Markmið Arion banka er að reka öfluga fjármálaþjónustu á starfssvæði AFLs sparisjóðs og leggja þannig sitt af mörkum til uppbyggingar atvinnulífs og samfélags á svæðinu,“ segir í tilkynningu. Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sameiningu AFL sparisjóðs og Arion banka. Sparisjóðurinn hafði um nokkurra mánaða skeið ekki uppfyllt kröfu Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall og hefur Arion banki, sem langstærsti eigandi stofnfjárs, unnið að málefnum sjóðsins í samstarfi við stjórn hans, Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Í upphafi maímánaðar gerðu Arion banki og Samkeppniseftirlitið með sér sátt þar sem kveðið er á um að bankinn skuli selja eignarhlut sinn í opnu söluferli. Eignarhlutur Arion banka er 99,3% stofnfjár. AFL sparisjóður fékk endurskoðendur KPMG til að meta lánasafn sjóðsins. Sú vinna hefur leitt í ljós að staða sjóðsins er mun verri en fram kemur í síðasta ársreikningi og þarf sjóðurinn á verulegu eiginfjárframlagi að halda til að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningunni. „Úrlausn lagalegs ágreinings varðandi erlend lán AFLs myndi þar engu breyta um. Eftirlitsaðilar hafa verið upplýstir um stöðu sjóðsins. Að höfðu samráði við Fjármálaeftirlitið hefur Samkeppniseftirlitið nú endurskoðað fyrri ákvörðun og heimilað Arion banka að sameina AFL sparisjóð bankanum þar sem sparisjóðurinn er talinn fjármálafyrirtæki á fallanda fæti,“ segir Arion banki. Vegna þess hefur verið fallið frá því að selja AFL og mun Arion banki þegar í stað ráðast í að sameina AFL sparisjóð bankanum. „Þar til sameiningarferlinu er lokið mun Arion banki standa þétt að baki AFLi sparisjóði og veita honum þá fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er. Þetta á bæði við um ný útlán sem og innlán viðskiptavina. AFL sparisjóður er staðsettur á Siglufirði og rekur auk þess útibú á Sauðárkróki. Markmið Arion banka er að reka öfluga fjármálaþjónustu á starfssvæði AFLs sparisjóðs og leggja þannig sitt af mörkum til uppbyggingar atvinnulífs og samfélags á svæðinu,“ segir í tilkynningu.
Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira