Glamour

Fimm hlutir til að gera á mánudagskvöldi í rigningu

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Þar sem sumarið virðist ætla að beila á okkur um sinn er um að gera að tapa sér samt ekki í neikvæðninni og finna sér heldur eitthvað skemmtilegt að gera. 

Glamour tók saman fimm hluti sem dreifa huganum frá sumarlægðinni á þessu annars ágæta mánudagskvöldi. 

1. Masteraðu eyelinerinn 

Á Youtube er fullt af kennslumyndböndum hvernig skuli gera hinn fullkomna eyeliner. Hvað er betra en að eyða rigningarkvöldi í að læra það? Komdu þér vel fyrir með þolinmæðina að vopni og lærðu þetta í eitt skipti fyrir öll. 



2. Horfðu á gamlar chick flicks 

Er ekki orðið alltof langt síðan þú horfðir á Clueless, Dirty Dancing, Pretty Woman og allar þessar myndir. Skelltu poppi í skál, rakamaska á andlitið og rifjaðu upp þessa gullmola. As if!

3. Berðu á þig brúnkukrem 

Þar sem sólin er í feluleik þá er lítið annað í stöðunni en að ná í brúnkukremið. Það er líka engin afsökun fyrir að nenna því ekki, þar sem það er fátt annað hægt að gera á rigningarkvöldi. 

4. Hand-og fótsnyrting heima 

Fáðu vinkonurnar í heimsókn, náðu í naglalökkin, þjalirnar, kremin og allt sem til þarf. Hand-og fótsnyrting í góðum félagsskap og með gott slúður eftir helgina getur ekki klikkað. 

5. Bakaðu einhverja snilld

Súkkulaðikaka, eplapæ, súkkulaðibitakökur eða gulrótarkaka? Rigning býður hreinlega upp á ljúffenga köku í kvöldkaffinu, eða ennþá betra, að baka sér bara í kvöldmatinn. 






×