Íbúðalánasjóður hættir að lána og verður látinn „renna út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 19:45 Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira