Viðskipti innlent

Egils Límonaði aftur á markað eftir 30 ára fjarveru

ingvar haraldsson skrifar
Egils Límonaði verður í hillum verslana í sumar.
Egils Límonaði verður í hillum verslana í sumar. mynd/ölgerðin
Ölgerðin hefur ákveðið að setja sett Egils Límonaði aftur á markað en framleiðslu á vörunni var hætt árið 1985.

„Ástæða þess að varan snýr aftur 30 árum síðar er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að varan eigi fullt erindi á markað aftur“ segir Sigurður Valur Sigurðsson vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. „Einnig vildum við halda upp á að í ár eru liðin heil 60 ár síðan Egils gosdrykkjalínan kom fyrst á markað og því vel við hæfi að fá þennan gamla vin aftur eftir ára langa fjarveru“

Egils Límonaði kom fyrst á markað í kringum árið 1955, um svipað leiti og Egils Appelsín og Egils Grape, þá undir nafninu Egils Sítrónu-Límonaði.

Í tilkynningu segir að vinsældir vörunar hafi verið sveiflukenndar en innanbúðar heimildir í Ölgerðinni hermi að þær hafi verið mestar á Austurlandi og í Vestmanneyjum þó ekki hafi fundist skýringar á því. 

Egils Límonaði verður aðeins framleiddur í takmörkuðu upplagi og verður einungis í hillum verslana í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×