Tískan á Coachella 14. apríl 2015 10:00 Fjölbreytt og sumarlegt á Coachella. Á meðan það kyngdi niður jólasnjó á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi um helgina var sumarið svo sannarlega komið á Coachella-tónlistarhátíðinni í Los Angeles. Mörg hundruð þúsund manns voru samankomnir að hlusta á Drake, Madonnu, Lykke Li og FKA Twigs í sumarhitanum en það seldist upp á hátíðina í ár á tuttugu mínutum. Meðal gesta vpru fölmargar stjörnur, sem nýttu tækifæri og klæddu sig upp í sumarklæðani og sandölum. Rúskinn, síð pils með tveimur klaufum, nóg af fylgihlutum og hattar voru áberandi í götutískunni. Glamour skoðaði hvað bar hæst í tískunni á Coachella í ár. Systurnar Kendall og Kylie Jenner létu sig ekki vanta. Önnur í hnésíðum gallastuttbuxum og rúskinns-vesti en hin í hvítu frá toppi til táar. Leikkonan Kate Bosworth stígur sjaldan feilspor í klæðaburði - við erum sérstaklega hrifnar af stígvélunum hennar sem rokka þetta aðeins upp. Hippalegt hjá Gigi Hadid og Söruh Hyland. Katy Perry lét ekkert aftra sér í að klæðast síðkjól á tónlistarhátíðinni. Blátt og munstrað alla leið hjá Hilton systrum. Fyrirsætan Kendall Jenner lét ekki sjá sig í sömu fötunum dag eftir dag og hér er hún í síðu pilsi með tveimur klaufum við stuttan blúndutopp. Mest lesið iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Að fá góðar hugmyndir og láta þær verða að veruleika Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Kendall blæs á sögusagnir um lýtaaðgerðir Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour
Á meðan það kyngdi niður jólasnjó á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi um helgina var sumarið svo sannarlega komið á Coachella-tónlistarhátíðinni í Los Angeles. Mörg hundruð þúsund manns voru samankomnir að hlusta á Drake, Madonnu, Lykke Li og FKA Twigs í sumarhitanum en það seldist upp á hátíðina í ár á tuttugu mínutum. Meðal gesta vpru fölmargar stjörnur, sem nýttu tækifæri og klæddu sig upp í sumarklæðani og sandölum. Rúskinn, síð pils með tveimur klaufum, nóg af fylgihlutum og hattar voru áberandi í götutískunni. Glamour skoðaði hvað bar hæst í tískunni á Coachella í ár. Systurnar Kendall og Kylie Jenner létu sig ekki vanta. Önnur í hnésíðum gallastuttbuxum og rúskinns-vesti en hin í hvítu frá toppi til táar. Leikkonan Kate Bosworth stígur sjaldan feilspor í klæðaburði - við erum sérstaklega hrifnar af stígvélunum hennar sem rokka þetta aðeins upp. Hippalegt hjá Gigi Hadid og Söruh Hyland. Katy Perry lét ekkert aftra sér í að klæðast síðkjól á tónlistarhátíðinni. Blátt og munstrað alla leið hjá Hilton systrum. Fyrirsætan Kendall Jenner lét ekki sjá sig í sömu fötunum dag eftir dag og hér er hún í síðu pilsi með tveimur klaufum við stuttan blúndutopp.
Mest lesið iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Að fá góðar hugmyndir og láta þær verða að veruleika Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Kendall blæs á sögusagnir um lýtaaðgerðir Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour