Glamour

„Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi"

Ritstjórn skrifar
Cameron Russell
Cameron Russell Glamour/Getty

Ég vann genetískt lottó," segir fyrirsætan Cameron Russell í fyrirlestrinum sem fylgir, og gerir síðan lítið úr starfi sínu sem fyrirsæta.

Hún bætir við: „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi. Ég er mjög óörugg með líkama minn og starfið gerir mig ekki hamingjusama. Myndirnar eru ekki myndir af mér, þær eru myndir sem eru búnar til af fagfólki - ljósmyndurum, Photoshop, förðunarfræðingum og hárgreiðslufólki."

Russell hefur átt mikilli velgengni að fagna á sínum tíu ára ferli sem fyrirsæta. Hún hefur meðal annars gengið pallana fyrir Victoria's Secret, Chanel, Ralph Lauren og Benetton.

Þá hefur hún birst á síðum allra helstu glanstímarita, þar á meðal Vogue og W.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.