Körfubolti

Bonneau og Israel Martin valdir bestir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Bonneau hefur spilað vel með Njarðvíkurliðinu.
Stefan Bonneau hefur spilað vel með Njarðvíkurliðinu. Vísir/Stefán
Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvíkur, var valinn besti leikmaður seinni hluta Dominos-deildar karla í körfubolta og Israel Martin, þjálfari Tindastóls, þótti vera besti þjálfarinn en umferðarverðlauninvoru afhent í hádeginu.

Stefan Bonneau kom inn í lið Njarðvíkur um áramótin og var með 36,9 stig og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Njarðvík vann 7 af 11 leikjum sínum eftir að hann kom til félagsins.

Bonneau skoraði yfir 30 stig í 10 af 11 leikjum sínum en mest skoraði hann 48 stig í sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann skoraði 4,8 þriggja stiga körfur í leik og hitti úr 46,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna.

Nýliðar Tindastóls náði öðru sætinu í deildinni undir stjórn Spánverjans Israel Martin sem var valinn besti þjálfarinn í seinni hlutanum. Tindastóll vann 8 af 11 leikjum sínum í seinni hlutanum þar á meðal varð liðið fyrst allra til að vinna KR.

Haukamaðurinn Kristinn Marinósson var valinn dugnaðarforkur deildarinnar.

Í fimm manna úrvalsliðinu eru þeir Pavel Ermolinskij úr KR, Emil Barja úr Haukum, Stefan Aaron Bonneau úr Njarðvík, Darrel Keith Lewis úr Tindastól og Grétar Ingi Erlendsson úr Þór Þorlákshöfn.

Pavel Ermolinskij og Darrel Keith Lewis voru einnig valdir í úrvalslið fyrri hlutans en hinir þrír koma nýir inn.  Stefan Bonneau spilaði ekki í fyrri hlutanum og þeir Emil Barja og Grétar Ingi bættu sinn leik mikið frá því fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×