Erlent

Navalny sleppt úr fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Navalny segir að dómsmálin sem hafa verið höfðuð gegn honum eigi sér pólitískar skýringar.
Navalny segir að dómsmálin sem hafa verið höfðuð gegn honum eigi sér pólitískar skýringar. Vísir/AP

Rússneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað fimmtán daga dóm. Navalny var dæmdur fyrir að hafa dreift bæklingum til að auglýsa fyrirhugaða mótmælagöngu.

Navalny ræddi við blaðamenn eftir að hafa verið sleppt þar sem hann hét því að draga ekki úr baráttu sinni. Vika er nú liðin frá því að Boris Nemtsov, annar leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í miðborg Moskvu.

Mótmælagangan sem fram fór þann 1. mars og Navalny var dæmdur fyrir að auglýsa varð þess í stað ganga til minningar um Nemtsov.

Navalny segir að dómsmálin sem hafa verið höfðuð gegn honum eigi sér pólitískar skýringar.


Tengdar fréttir

Vill stöðva pólitísk morð

Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir pólitísk morð í Rússlandi vera skammarleg og vill að þeim verði hætt.

Unnusta Nemtsov í varðhaldi

Anna Duritskaja, unnusta rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs sem var með honum þegar hann var myrtur á föstudag er í haldi lögreglu.

Fjöldi fólks við útförina

Boris Nemtsov var borinn til grafar í Moskvu í gær. Þúsundir manna voru við útförina. Kærasta hans sögð hafa fengið að fara til Úkraínu á mánudag.

Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs

Stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var skotinn til bana í Moskvu á föstudag. Þúsundir mótmælenda komu saman í Moskvu í gær til að minnast Nemtsovs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×