Spyr hvort verslunarmenn sakni gjaldþrota Laugavegs ingvar haraldsson skrifar 11. febrúar 2015 13:06 "Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu. vísir/stefán/auðunn „Ég á erfitt með að skilja þessa túrismafóbíu. Varla saknar fólk tóms og gjaldþrota Laugavegs? Þvert móti hefur aldrei verið jafn mikið líf í miðbænum og flóra verslunar og veitingastaða líklegast aldrei verið meiri,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu um hvort lundabúðir og veitingastaðir séu að fæla alþjóðlegar verslunarkeðjur frá Laugaveginum. Magnús opnaði í desember verslun á vegum danska hönnunar- og húsgagnaframleiðandans NORR11 við Hverfisgötu. NORR11 rekur sjö sýningarrými í Evrópu, m.a. í Kaupmannahöfn, Berlín og London. „Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur. Okkar vörur eru tvítollaðar. Það er greiddur tollur af þeim þegar þær koma inn í Evrópusambandið og svo greiðum við 10 prósent toll þegar þær koma til landsins,“ segir Magnús. Í Morgunblaðinu í dag sagði Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, að þekktar verslanir með alþjóðleg vörumerki vilji ekki opna við Laugaveginn vegna fjölda veitingastaða og lundabúða . „Almenn verslun er orðin undir og við taka lundabúðir og veitingastaðir,“ sagði Gunnar.Magnús segir það hafi verið sett sem skilyrði fyrir opnun Nor11 hér á landi að verslunin væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.Túristabúðir stoppa ekki H&M á Strikinu Magnús segir ekkert því til fyrirstöðu að alþjóðlegar verslanakeðjur séu reknar hér á landi við hlið lundabúða. „Það eru fjölmargar túristabúðir á Strikinu en það stoppar ekki H&M að vera við hliðina á þeim,“ segir Magnús. Þá segir hann fjölda túristabúða á Laugarveginum einfaldlega vera hluti af eðlilegri borgarþróun. „Þetta sést líka í öðrum borgum. Stærri götur verða túristamiðaðri og göturnar í kring taka að lifna. Það er nýbúið að taka Hverfisgötuna í gegn og hér opna nýjar verslanir í hverjum mánuði. Þær eru oft sérhæfðari og metnaðarfyllri verslanir sem „lókallinn“ þekkir. Flottustu búðirnar eru ekki endilega á Strikinu heldur í hliðargötum,“ segir Magnús. Hann segir eigendur NORR11 hafi verið mjög spenntir fyrir íslenskum markaði. Það hafi verið sett sem skilyrði að opna verslunarinnar að hún væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Ég á erfitt með að skilja þessa túrismafóbíu. Varla saknar fólk tóms og gjaldþrota Laugavegs? Þvert móti hefur aldrei verið jafn mikið líf í miðbænum og flóra verslunar og veitingastaða líklegast aldrei verið meiri,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu um hvort lundabúðir og veitingastaðir séu að fæla alþjóðlegar verslunarkeðjur frá Laugaveginum. Magnús opnaði í desember verslun á vegum danska hönnunar- og húsgagnaframleiðandans NORR11 við Hverfisgötu. NORR11 rekur sjö sýningarrými í Evrópu, m.a. í Kaupmannahöfn, Berlín og London. „Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur. Okkar vörur eru tvítollaðar. Það er greiddur tollur af þeim þegar þær koma inn í Evrópusambandið og svo greiðum við 10 prósent toll þegar þær koma til landsins,“ segir Magnús. Í Morgunblaðinu í dag sagði Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, að þekktar verslanir með alþjóðleg vörumerki vilji ekki opna við Laugaveginn vegna fjölda veitingastaða og lundabúða . „Almenn verslun er orðin undir og við taka lundabúðir og veitingastaðir,“ sagði Gunnar.Magnús segir það hafi verið sett sem skilyrði fyrir opnun Nor11 hér á landi að verslunin væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.Túristabúðir stoppa ekki H&M á Strikinu Magnús segir ekkert því til fyrirstöðu að alþjóðlegar verslanakeðjur séu reknar hér á landi við hlið lundabúða. „Það eru fjölmargar túristabúðir á Strikinu en það stoppar ekki H&M að vera við hliðina á þeim,“ segir Magnús. Þá segir hann fjölda túristabúða á Laugarveginum einfaldlega vera hluti af eðlilegri borgarþróun. „Þetta sést líka í öðrum borgum. Stærri götur verða túristamiðaðri og göturnar í kring taka að lifna. Það er nýbúið að taka Hverfisgötuna í gegn og hér opna nýjar verslanir í hverjum mánuði. Þær eru oft sérhæfðari og metnaðarfyllri verslanir sem „lókallinn“ þekkir. Flottustu búðirnar eru ekki endilega á Strikinu heldur í hliðargötum,“ segir Magnús. Hann segir eigendur NORR11 hafi verið mjög spenntir fyrir íslenskum markaði. Það hafi verið sett sem skilyrði að opna verslunarinnar að hún væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira