Viðskipti innlent

Spyr hvort verslunarmenn sakni gjaldþrota Laugavegs

ingvar haraldsson skrifar
"Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu.
"Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu. vísir/stefán/auðunn
„Ég á erfitt með að skilja þessa túrismafóbíu. Varla saknar fólk tóms og gjaldþrota Laugavegs? Þvert móti hefur aldrei verið jafn mikið líf í miðbænum og flóra verslunar og veitingastaða líklegast aldrei verið meiri,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu um hvort lundabúðir og veitingastaðir séu að fæla alþjóðlegar verslunarkeðjur frá Laugaveginum.

Magnús opnaði í desember verslun á vegum danska hönnunar- og húsgagnaframleiðandans NORR11 við Hverfisgötu. NORR11 rekur sjö sýningarrými í Evrópu, m.a. í Kaupmannahöfn, Berlín og London.  

„Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur. Okkar vörur eru tvítollaðar. Það er greiddur tollur af þeim þegar þær koma inn í Evrópusambandið og svo greiðum við 10 prósent toll þegar þær koma til landsins,“ segir Magnús.



Í Morgunblaðinu
í dag sagði Gunn­ar Guðjóns­son, formaður Sam­taka kaup­manna og fast­eigna­eig­enda við Lauga­veg, að þekkt­ar versl­an­ir með alþjóðleg vörumerki vilji ekki opna við Laugaveginn vegna fjölda veitingastaða og lundabúða . „Al­menn versl­un er orðin und­ir og við taka lunda­búðir og veit­ingastaðir,“ sagði Gunn­ar.

Magnús segir það hafi verið sett sem skilyrði fyrir opnun Nor11 hér á landi að verslunin væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.
Túristabúðir stoppa ekki H&M á Strikinu

Magnús segir ekkert því til fyrirstöðu að alþjóðlegar verslanakeðjur séu reknar hér á landi við hlið lundabúða. „Það eru fjölmargar túristabúðir á Strikinu en það stoppar ekki H&M að vera við hliðina á þeim,“ segir Magnús.

Þá segir hann fjölda túristabúða á Laugarveginum einfaldlega vera hluti af eðlilegri borgarþróun. „Þetta sést líka í öðrum borgum. Stærri götur verða túristamiðaðri og göturnar í kring taka að lifna. Það er nýbúið að taka Hverfisgötuna í gegn og hér opna nýjar verslanir í hverjum mánuði. Þær eru oft sérhæfðari og metnaðarfyllri verslanir sem „lókallinn“ þekkir. Flottustu búðirnar eru ekki endilega á Strikinu heldur í hliðargötum,“ segir Magnús.

Hann segir eigendur NORR11 hafi verið mjög spenntir fyrir íslenskum markaði. Það hafi verið sett sem skilyrði að opna verslunarinnar að hún væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×