Viðskipti innlent

Fleiri Íslendingar fluttu úr landi en komu heim

ingvar haraldsson skrifar
Samanlagt fluttust 5.875 manns frá Íslandi árið 2014. Það er í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem að brottfluttum fjölgar á milli ára, en árið 2013 fluttust 5.473 manns frá landinu.
Samanlagt fluttust 5.875 manns frá Íslandi árið 2014. Það er í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem að brottfluttum fjölgar á milli ára, en árið 2013 fluttust 5.473 manns frá landinu. vísir/pjetur
Árið 2014 fluttu 760 fleiri íslenskir ríkisborgarar úr landi en fluttu til landsins. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. Alls fluttu 3400 íslenskir ríkisborgar úr landi á síðasta ári en 2640 til landsins.Flestir fluttust til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar eða 2.396. Meirhluti aðfluttra íslenskra ríkisborgara kom einnig frá þessum löndum eða 1.837 af 2.640, flestir þó frá Danmörku eða 771. Eins og frá árinu 2009 fluttust flestir til Noregs, eða 1.004.Hinsvegar voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar 1.873 fleiri en brottfluttir á síðasta ári. Því fluttu í heild 1.113 fleiri til landsins en frá því. Það eru færri en árið 2013 en þá fluttu 1.598 til landsins umfram brottflutta. Á árinu 2014 fluttust 6.988 til landsins, samanborið við 7.071 á árinu 2013.Brottfluttum fjölgar í fyrsta sinn frá 2009

Flestir erlendir ríkisborgar fluttust til Póllands eða 601 af 2.475. Frá Póllandi komu 1.393 erlendir ríkisborgarar. Hafa aðfluttir umfram brottflutta frá Póllandi ekki verið fleiri síðan 2008, en það ár komu 1.114 fleiri erlendir ríkisborgarar frá Póllandi heldur en fluttu þangað en 792 árið 2014.Samanlagt fluttust 5.875 manns frá Íslandi árið 2014. Það er í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem að brottfluttum fjölgar á milli ára, en árið 2013 fluttust 5.473 manns frá landinu. Fjöldi brottfluttra frá Íslandi árið 2014 er þó langt frá því að vera nálægt því sem var árið 2009, þegar 10.612 fluttust erlendis.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.