Microsoft kynnir HoloLens Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2015 21:04 Mynd/Microsoft Microsoft kynnti nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins í dag; Windows 10, en samhliða því var HoloLens kynnt til sögunnar. Með því að setja á sig gleraugun mun fólk geta upplifað umhverfi sitt á nýjan hátt. Þannig er til dæmis hægt að setja sjónvarpsskjá á vegg og horfa á efni í gegnum Netflix. Microsoft ætlar sér að koma gleraugunum á markað innan nokkurra ára.Í HoloLens gleraugunum er sjálfstæð tölva, sem þarf ekki tengingu við aðra tölvu, né nokkrar snúrur. Microsoft hefur unnið að þróun þessarar tækni um árabil. Hér má sjá kynningu Microsoft í heild sinni. Blaðamaður Wired, fékk að prófa gleraugun, en hann segir HoloLens „plata“ heila notenda til að horfa á ljós á skjá, en sjá það sem fast efni. Þegar hann kynnti sér HoloLens í höfuðstöðvum Microsoft fékk hann það verkefni að tengja ljósrofa og festa á vegg, með því að nota gleraugun. Þegar hann setti þau á höfuðið, birtist rafvirki á skjá fyrir framan hann. Rafvirkinn gat séð allt það sem blaðamaðurinn sá og leiðbeindi honum í því að tengja ljósrofann. Þar að auki gat hann teiknað örvar og leiðbeiningar, sem blaðamaðurinn sá sem heilmyndir við ljósrofann. „Fimm mínútum seinna ýti ég á takkann og ljósin kvikna.“ Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Microsoft kynnti nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins í dag; Windows 10, en samhliða því var HoloLens kynnt til sögunnar. Með því að setja á sig gleraugun mun fólk geta upplifað umhverfi sitt á nýjan hátt. Þannig er til dæmis hægt að setja sjónvarpsskjá á vegg og horfa á efni í gegnum Netflix. Microsoft ætlar sér að koma gleraugunum á markað innan nokkurra ára.Í HoloLens gleraugunum er sjálfstæð tölva, sem þarf ekki tengingu við aðra tölvu, né nokkrar snúrur. Microsoft hefur unnið að þróun þessarar tækni um árabil. Hér má sjá kynningu Microsoft í heild sinni. Blaðamaður Wired, fékk að prófa gleraugun, en hann segir HoloLens „plata“ heila notenda til að horfa á ljós á skjá, en sjá það sem fast efni. Þegar hann kynnti sér HoloLens í höfuðstöðvum Microsoft fékk hann það verkefni að tengja ljósrofa og festa á vegg, með því að nota gleraugun. Þegar hann setti þau á höfuðið, birtist rafvirki á skjá fyrir framan hann. Rafvirkinn gat séð allt það sem blaðamaðurinn sá og leiðbeindi honum í því að tengja ljósrofann. Þar að auki gat hann teiknað örvar og leiðbeiningar, sem blaðamaðurinn sá sem heilmyndir við ljósrofann. „Fimm mínútum seinna ýti ég á takkann og ljósin kvikna.“
Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent