Microsoft kynnir HoloLens Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2015 21:04 Mynd/Microsoft Microsoft kynnti nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins í dag; Windows 10, en samhliða því var HoloLens kynnt til sögunnar. Með því að setja á sig gleraugun mun fólk geta upplifað umhverfi sitt á nýjan hátt. Þannig er til dæmis hægt að setja sjónvarpsskjá á vegg og horfa á efni í gegnum Netflix. Microsoft ætlar sér að koma gleraugunum á markað innan nokkurra ára.Í HoloLens gleraugunum er sjálfstæð tölva, sem þarf ekki tengingu við aðra tölvu, né nokkrar snúrur. Microsoft hefur unnið að þróun þessarar tækni um árabil. Hér má sjá kynningu Microsoft í heild sinni. Blaðamaður Wired, fékk að prófa gleraugun, en hann segir HoloLens „plata“ heila notenda til að horfa á ljós á skjá, en sjá það sem fast efni. Þegar hann kynnti sér HoloLens í höfuðstöðvum Microsoft fékk hann það verkefni að tengja ljósrofa og festa á vegg, með því að nota gleraugun. Þegar hann setti þau á höfuðið, birtist rafvirki á skjá fyrir framan hann. Rafvirkinn gat séð allt það sem blaðamaðurinn sá og leiðbeindi honum í því að tengja ljósrofann. Þar að auki gat hann teiknað örvar og leiðbeiningar, sem blaðamaðurinn sá sem heilmyndir við ljósrofann. „Fimm mínútum seinna ýti ég á takkann og ljósin kvikna.“ Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Microsoft kynnti nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins í dag; Windows 10, en samhliða því var HoloLens kynnt til sögunnar. Með því að setja á sig gleraugun mun fólk geta upplifað umhverfi sitt á nýjan hátt. Þannig er til dæmis hægt að setja sjónvarpsskjá á vegg og horfa á efni í gegnum Netflix. Microsoft ætlar sér að koma gleraugunum á markað innan nokkurra ára.Í HoloLens gleraugunum er sjálfstæð tölva, sem þarf ekki tengingu við aðra tölvu, né nokkrar snúrur. Microsoft hefur unnið að þróun þessarar tækni um árabil. Hér má sjá kynningu Microsoft í heild sinni. Blaðamaður Wired, fékk að prófa gleraugun, en hann segir HoloLens „plata“ heila notenda til að horfa á ljós á skjá, en sjá það sem fast efni. Þegar hann kynnti sér HoloLens í höfuðstöðvum Microsoft fékk hann það verkefni að tengja ljósrofa og festa á vegg, með því að nota gleraugun. Þegar hann setti þau á höfuðið, birtist rafvirki á skjá fyrir framan hann. Rafvirkinn gat séð allt það sem blaðamaðurinn sá og leiðbeindi honum í því að tengja ljósrofann. Þar að auki gat hann teiknað örvar og leiðbeiningar, sem blaðamaðurinn sá sem heilmyndir við ljósrofann. „Fimm mínútum seinna ýti ég á takkann og ljósin kvikna.“
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira