Mesti hagvöxtur síðan 2007 Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 14:07 Aukin neysla ýtti undir hagvöxt á fyrri árshelmingi. Vísir/Vilhelm Kröftugur hagvöxtur mældist á fyrri árshelmingi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Samkvæmt þeim mældist hann 5,2%, en svo mikill hefur hagvöxtur ekki mælst á fyrri árshelmingi síðan á hinu umdeilda ári 2007. Er vöxturinn talsvert umfram það sem Seðlabankinn spáir fyrir árið í heild sinni, en í spánni sem hann birti samhliða vaxtaákvörðuninni 19. ágúst sl. gerði hann ráð fyrir að hagvöxturinn í ár yrði 4,2%. Kröftugur vöxtur í útflutningi á fyrri helmingi árs skýrir mestan muninn á spá Seðlabankans og niðurstöðu fyrsta árshelmings, segir í greiningu Íslandsbanka.Umfram spárHagvöxtur á fyrri árshelmingi er einnig umfram nýjustu spá Íslandsbanka sem birt var í maí sl. en hún hljóðar upp á 4,0% hagvöxt í ár. Einnig er þessi hagvöxtur talsvert umfram það sem Hagstofan spáir, en sú er lögð til grundvallar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Þar reiknar stofnunin með 3,8% hagvexti í ár.Hagvöxtur á nokkuð breiðum grunniHagvöxtur á fyrri helmingi ársins er á nokkuð breiðum grunni. Mikill vöxtur er í einkaneyslu og fjárfestingu sem og í útflutningi. Mældist vöxtur einkaneyslu 4,4% á fyrri árshelming, sem er umtalsverður vöxtur og sá mesti sem mælst hefur í einkaneyslu á fyrri árshelmingi síðan 2006. Ljóst er að bætt fjárhagsstaða heimilanna, m.a. vegna vaxtar í kaupmætti ráðstöfunartekna, er að skila þessum mikla vexti. Er vöxtur einkaneyslu nokkuð nálægt því sem bæði við og Seðlabankinn spáum fyrir árið í heild en okkar spá hljóðar upp á 4,6% en spá Seðlabankans 4,2%.Fjárfestingarstigið að hækkaFjárfestingar eru að vaxa hratt, eða um 21,2% á fyrri árshelmingi. Vöxtur fjárfestinga er hins vegar í góðu samhengi við spá Seðlabankans fyrir árið í heild sem hljóðar upp á 22,5% vöxt . Vöxtinn má alfarið rekja til atvinnuvegafjárfestingar sem jókst um 38% á tímabilinu. Inn- og útflutningur skipa og flugvéla kemur með beinum hætti fram í fjárfestingum, en jafnframt til frádráttar sem innflutningur og hefur því ekki áhrif á landsframleiðslu. Mikill vöxtur var í útflutningi á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 9%. Mestur var vöxturinn í þjónustuútflutningi, eða 15,5% en vöruútflutningur jókst um 3,9%. Lesa má greiningu Íslandsbanka í heild sinni hér. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kröftugur hagvöxtur mældist á fyrri árshelmingi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Samkvæmt þeim mældist hann 5,2%, en svo mikill hefur hagvöxtur ekki mælst á fyrri árshelmingi síðan á hinu umdeilda ári 2007. Er vöxturinn talsvert umfram það sem Seðlabankinn spáir fyrir árið í heild sinni, en í spánni sem hann birti samhliða vaxtaákvörðuninni 19. ágúst sl. gerði hann ráð fyrir að hagvöxturinn í ár yrði 4,2%. Kröftugur vöxtur í útflutningi á fyrri helmingi árs skýrir mestan muninn á spá Seðlabankans og niðurstöðu fyrsta árshelmings, segir í greiningu Íslandsbanka.Umfram spárHagvöxtur á fyrri árshelmingi er einnig umfram nýjustu spá Íslandsbanka sem birt var í maí sl. en hún hljóðar upp á 4,0% hagvöxt í ár. Einnig er þessi hagvöxtur talsvert umfram það sem Hagstofan spáir, en sú er lögð til grundvallar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Þar reiknar stofnunin með 3,8% hagvexti í ár.Hagvöxtur á nokkuð breiðum grunniHagvöxtur á fyrri helmingi ársins er á nokkuð breiðum grunni. Mikill vöxtur er í einkaneyslu og fjárfestingu sem og í útflutningi. Mældist vöxtur einkaneyslu 4,4% á fyrri árshelming, sem er umtalsverður vöxtur og sá mesti sem mælst hefur í einkaneyslu á fyrri árshelmingi síðan 2006. Ljóst er að bætt fjárhagsstaða heimilanna, m.a. vegna vaxtar í kaupmætti ráðstöfunartekna, er að skila þessum mikla vexti. Er vöxtur einkaneyslu nokkuð nálægt því sem bæði við og Seðlabankinn spáum fyrir árið í heild en okkar spá hljóðar upp á 4,6% en spá Seðlabankans 4,2%.Fjárfestingarstigið að hækkaFjárfestingar eru að vaxa hratt, eða um 21,2% á fyrri árshelmingi. Vöxtur fjárfestinga er hins vegar í góðu samhengi við spá Seðlabankans fyrir árið í heild sem hljóðar upp á 22,5% vöxt . Vöxtinn má alfarið rekja til atvinnuvegafjárfestingar sem jókst um 38% á tímabilinu. Inn- og útflutningur skipa og flugvéla kemur með beinum hætti fram í fjárfestingum, en jafnframt til frádráttar sem innflutningur og hefur því ekki áhrif á landsframleiðslu. Mikill vöxtur var í útflutningi á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 9%. Mestur var vöxturinn í þjónustuútflutningi, eða 15,5% en vöruútflutningur jókst um 3,9%. Lesa má greiningu Íslandsbanka í heild sinni hér.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira