Viðskipti innlent

Steinunn og Páll fá 57 þúsund krónur á tímann

Sæunn Gísladóttir skrifar
Steinunn Guðbjartsdóttir er annar meðlimur slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir er annar meðlimur slitastjórnar Glitnis. Vísir/GVA
Tímagjald slitastjórnar Glitnis vegna þess árs nemur 57 þúsund krónum. Með virðisaukaskatti nemur tímagjaldið ríflega 71 þúsund krónum. Tímagjaldið hefur hækkað um 250% frá því að slitameðferð búsins hófst árið 2009. DV greinir frá þessu.

Í grein DV kemur einnig fram að slitastjórn Glitnis sem er skipuð þeim Steinunni Guðbjartsdóttur og Páli Eiríkssyni fær 20 þúsund krónum hærri þóknun á tímann heldur en slitastjórn Kaupþings. Þóknanirnar námu 118 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jukust um 27 milljónir á milli ára. Steinunn og Páll hlutu hvor fyrir sig um tíu milljónir í þóknun á mánuði á meðan þrír meðlimir slitastjórnar Kaupþings hlutu að meðaltali um 7 milljónir á mánuði.

Kostnaðurinn er greiddur alfarið af kröfuhöfum slitabús Glitnis, sem eru að langstærstum hluta erlendir vogunarsjóðir. Steinunn Guðbjartsdóttir segir í samtali við DV að tímagjaldið hafi ekki hækkað í nokkur ár og því hafi verið eðlilegt að hækka gjaldið í byrjun þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×