Þingmaður Framsóknar hefur efasemdir um afnám tolla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2015 19:00 Þingmaður Framsóknarflokksins segir skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar ekki hafa skilað sér til neytenda. Því sé ástæða til að hafa efasemdir um afnám tolla, líkt og fjármálaráðherra hefur boðað. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að tollar af fatnaði og skóm verði afnumdir um næstu áramót. Í byrjun árs 2017 verði síðan allir aðrir tollar afnumdir, utan þeirra sem lagðir eru á matvöru. „Svona fljótt á litið þá skal ég alveg viðurkenna það, að ég er ögn tregur í þessu máli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vísar til þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu bæði lækkað virðisaukaskatt á tiltekna vöruflokka og afnumið vörugjöld. „Mér finnst þær skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið til þessa núna, þær hafa ekki verið að skila sér alla leið. Og það er útaf fyrir sig staðfest í könnunum, bæði frá ASÍ og Neytendasamtökin hafa bent á þetta líka,“ segir Þorsteinn. Því hafi hann efasemdir um að afnám tolla myndi skila sér til neytenda. „Ef að upplýsingar þær sem að ég er búinn að vera að gaumgæfa, frá ASÍ og fleirum, eru réttar, þá sitja þessar lækkanir að einhverju leyti eftir hjá versluninni. Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Þá bendir hann á grein eftir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörð hjá embætti Tollstjóra, á Eyjunni í gær. Þar kemur fram að gangi hugmyndir fjármálaráðherra eftir, myndi ekkert land hafa áhuga á því að eiga í fríverslunarviðskiptum við Ísland. Sumar þjóðir myndu jafnvel segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum sem gerðir hafa verið. „Það hefur ekkert land sem að ég veit um, nema hugsanlega Singapúr, afnumið tolla hjá sér svona almennt og einhliða. Og það getur komið okkur mjög illa í tvíhliða viðræðum og í viðræðum um okkar útflutning og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar ekki hafa skilað sér til neytenda. Því sé ástæða til að hafa efasemdir um afnám tolla, líkt og fjármálaráðherra hefur boðað. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að tollar af fatnaði og skóm verði afnumdir um næstu áramót. Í byrjun árs 2017 verði síðan allir aðrir tollar afnumdir, utan þeirra sem lagðir eru á matvöru. „Svona fljótt á litið þá skal ég alveg viðurkenna það, að ég er ögn tregur í þessu máli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vísar til þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu bæði lækkað virðisaukaskatt á tiltekna vöruflokka og afnumið vörugjöld. „Mér finnst þær skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið til þessa núna, þær hafa ekki verið að skila sér alla leið. Og það er útaf fyrir sig staðfest í könnunum, bæði frá ASÍ og Neytendasamtökin hafa bent á þetta líka,“ segir Þorsteinn. Því hafi hann efasemdir um að afnám tolla myndi skila sér til neytenda. „Ef að upplýsingar þær sem að ég er búinn að vera að gaumgæfa, frá ASÍ og fleirum, eru réttar, þá sitja þessar lækkanir að einhverju leyti eftir hjá versluninni. Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Þá bendir hann á grein eftir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörð hjá embætti Tollstjóra, á Eyjunni í gær. Þar kemur fram að gangi hugmyndir fjármálaráðherra eftir, myndi ekkert land hafa áhuga á því að eiga í fríverslunarviðskiptum við Ísland. Sumar þjóðir myndu jafnvel segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum sem gerðir hafa verið. „Það hefur ekkert land sem að ég veit um, nema hugsanlega Singapúr, afnumið tolla hjá sér svona almennt og einhliða. Og það getur komið okkur mjög illa í tvíhliða viðræðum og í viðræðum um okkar útflutning og svo framvegis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun