Þingmaður Framsóknar hefur efasemdir um afnám tolla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2015 19:00 Þingmaður Framsóknarflokksins segir skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar ekki hafa skilað sér til neytenda. Því sé ástæða til að hafa efasemdir um afnám tolla, líkt og fjármálaráðherra hefur boðað. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að tollar af fatnaði og skóm verði afnumdir um næstu áramót. Í byrjun árs 2017 verði síðan allir aðrir tollar afnumdir, utan þeirra sem lagðir eru á matvöru. „Svona fljótt á litið þá skal ég alveg viðurkenna það, að ég er ögn tregur í þessu máli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vísar til þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu bæði lækkað virðisaukaskatt á tiltekna vöruflokka og afnumið vörugjöld. „Mér finnst þær skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið til þessa núna, þær hafa ekki verið að skila sér alla leið. Og það er útaf fyrir sig staðfest í könnunum, bæði frá ASÍ og Neytendasamtökin hafa bent á þetta líka,“ segir Þorsteinn. Því hafi hann efasemdir um að afnám tolla myndi skila sér til neytenda. „Ef að upplýsingar þær sem að ég er búinn að vera að gaumgæfa, frá ASÍ og fleirum, eru réttar, þá sitja þessar lækkanir að einhverju leyti eftir hjá versluninni. Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Þá bendir hann á grein eftir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörð hjá embætti Tollstjóra, á Eyjunni í gær. Þar kemur fram að gangi hugmyndir fjármálaráðherra eftir, myndi ekkert land hafa áhuga á því að eiga í fríverslunarviðskiptum við Ísland. Sumar þjóðir myndu jafnvel segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum sem gerðir hafa verið. „Það hefur ekkert land sem að ég veit um, nema hugsanlega Singapúr, afnumið tolla hjá sér svona almennt og einhliða. Og það getur komið okkur mjög illa í tvíhliða viðræðum og í viðræðum um okkar útflutning og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar ekki hafa skilað sér til neytenda. Því sé ástæða til að hafa efasemdir um afnám tolla, líkt og fjármálaráðherra hefur boðað. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að tollar af fatnaði og skóm verði afnumdir um næstu áramót. Í byrjun árs 2017 verði síðan allir aðrir tollar afnumdir, utan þeirra sem lagðir eru á matvöru. „Svona fljótt á litið þá skal ég alveg viðurkenna það, að ég er ögn tregur í þessu máli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vísar til þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu bæði lækkað virðisaukaskatt á tiltekna vöruflokka og afnumið vörugjöld. „Mér finnst þær skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið til þessa núna, þær hafa ekki verið að skila sér alla leið. Og það er útaf fyrir sig staðfest í könnunum, bæði frá ASÍ og Neytendasamtökin hafa bent á þetta líka,“ segir Þorsteinn. Því hafi hann efasemdir um að afnám tolla myndi skila sér til neytenda. „Ef að upplýsingar þær sem að ég er búinn að vera að gaumgæfa, frá ASÍ og fleirum, eru réttar, þá sitja þessar lækkanir að einhverju leyti eftir hjá versluninni. Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Þá bendir hann á grein eftir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörð hjá embætti Tollstjóra, á Eyjunni í gær. Þar kemur fram að gangi hugmyndir fjármálaráðherra eftir, myndi ekkert land hafa áhuga á því að eiga í fríverslunarviðskiptum við Ísland. Sumar þjóðir myndu jafnvel segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum sem gerðir hafa verið. „Það hefur ekkert land sem að ég veit um, nema hugsanlega Singapúr, afnumið tolla hjá sér svona almennt og einhliða. Og það getur komið okkur mjög illa í tvíhliða viðræðum og í viðræðum um okkar útflutning og svo framvegis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent