Styrking krónu gæti hamlað vexti á markaðnum Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2015 11:00 Eggert Þór Aðalsteinsson telur að Kauphöllin geti tekið við mun fleiri fyrirtækjum. Mikil uppsveifla hefur átt sér stað á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri eftir erfið hrunár. Markaðurinn er í dag metinn á 1.000 milljarða króna og hefur nær fimmfaldast að verðmæti frá ársbyrjun 2011. Enn er þó langt í land að hann nái sömu hæðum og fyrir hrun, þegar hæst stóð í stönginni nam virði markaðarins 3.800 milljörðum króna í júlí 2007. Það sem hefur einkennt uppbyggingu innlends hlutabréfamarkaðar eftir hrun er að allar nýskráningar hafa falið í sér sölu á þegar útgefnu hlutafé og áhugi fjárfesta annarra en banka og lífeyrissjóða á að byggja upp markað virðist vera mjög takmarkaður. Þetta segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Virðingar, en hann hélt erindi um horfur á hlutabréfamarkaði á fundi Virðingar á föstudaginn. Eggert telur að uppsveiflan á hlutabréfamarkaði undanfarið, til að mynda 60% hækkun á aðalvísitölunum, OMGI8 GI og GAMMA á einu ári, hafi staðið undir sér. „Það er svo margt sem er að vinna með félögunum, bæði innri og ytri aðstæður. Í ytri aðstæðum er það þessi mikla lækkun sem við sjáum á olíuverðinu. Fyrir okkar hagkerfi sem er háð olíuverði þá kemur þetta sérstaklega félögum eins og Icelandair Group, HB Granda og Eimskipum til góða. Markaðsaðstæður fyrir Marel hafa líka verið mjög góðar, lækkun hrávöruverðs og matvælaverðs hefur hjálpað þeim mjög mikið auk þess sem hagræðing á rekstri félagsins hefur tekist vel,“ segir Eggert í samtali við Markaðinn. Kauphallarfyrirtæki séu fjárhagslega sterk um þessar mundir og helstu verðkennitölur hafi langt í frá hækkað upp úr öllu valdi. Hann bendir á að þar sem markaðurinn er tiltölulega lítill þá sé vægi Icelandair og Marels ansi mikið í hlutabréfavísitölum. „Þau eru um helmingur í hvorri vísitölu þannig að mikil hækkun á þessum tveimur félögum hefur mikil áhrif á heildarávöxtunina. Á síðasta ári hefur Icelandair hækkað um 80% og Marel um 110%,“ segir Eggert.Síminn er nýjasta félagið á markaði en félagið var tekið til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október. Fréttablaðið/GVAAnnar ársfjórðungur á hlutabréfamarkaði var almennt mjög góður og yfir væntingum greiningaraðila. Eggert segir ýmislegt benda til þess að sá þriðji verði einnig sterkur. Á næstu misserum gæti styrking krónunnar undanfarnar vikur hins vegar farið að hafa neikvæð áhrif. „Við erum kannski ekki búin að sjá þetta koma fram í rekstrartölum, en þetta mun hafa neikvæð áhrif á félög með kostnað í krónum en litlar sem engar tekjur í krónum. Styrkingin gæti einnig dregið úr vexti ferðaþjónustunnar og haft neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Hlutfallslega hafa tekjur Icelandair í íslenskum krónum verið að minnka en launakostnaður er hins vegar nær allur í íslenskum krónum. Það eru ákveðnar blikur á lofti núna, sérstaklega út af krónunni, en það er margt mjög hagstætt enn, olían er enn þá lág og verð sjávarafurða hefur haldist hátt, sérstaklega í botnfiski. Sterk króna mun þó hjálpa innanlandsfyrirtækjunum eins og til dæmis Högum,“ segir Eggert. Þá hefur skörp kröfulækkun á skuldabréfamarkaði vegna innflæðis frá erlendum fjárfestum síðustu vikurnar verkað jákvætt á hlutabréfamarkaðinn, enda geri fjárfestar lægri ávöxtunarkröfu til hlutabréfa þegar áhættulausir lækka. Eggert telur að miðað við þá miklu eftirspurn sem hefur verið eftir hlutabréfum gæti markaðurinn hæglega tekið við fleiri nýjum félögum. Hann bendir á að mikil eftirspurn hafi verið þegar Síminn fór á markað. Hins vegar sé staðan sú núna að ekki að sé að koma neitt nýtt félag á markað fyrr en á seinni hluta næsta árs, þegar Ölgerðin og Skeljungur stefna á markað. „Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið undir talsverðum þrýstingi til hækkunar. Það er mikið innflæði á hann úr öllum áttum,“ segir Eggert. Hann telur að markaðurinn gæti tekið við fjórum til fimm fyrirtækjum núna. „Markaðurinn er ansi einsleitur. Það vantar félög inn á markað til dæmis úr orkugeiranum, fjármálageiranum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Það eru þrjú fasteignafélög, þrjú tryggingafélög og tvö fjarskiptafélög á markaði, en þetta endurspeglar ekkert endilega íslenskt atvinnulíf. Það vantar meginstoðirnar sem eru orkugeirinn og sjávarútvegurinn,“ segir Eggert. Eggert telur að hlutverk markaðarins hafi breyst mikið undanfarin ár. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn á síðustu árum hefur ekki verið fjármögnunarvettvangur til að sækja sér áhættufjármagn. Allar þessar nýskráningar hafa falið í sér sölu á þegar útgefnu hlutafé og svo virðist áhugi einkafjárfesta, sem eiga hin og þessi fyrirtæki sem gætu farið á hlutabréfamarkað, mjög takmarkaður. Nýskráningar undanfarin ár hafa allt verið eignir sem kröfuhafar og bankar hafa verið að losa, til dæmis þegar Framtakssjóður seldi í N1 og Fjarskiptum og Arion banki seldi hluti í Símanum, HB Granda, Reitum og Eik. Áður fyrr var hlutabréfamarkaðurinn notaður sem tæki til að sækja sér nýtt hlutafé, eins og gerðist í m.a. tilfelli Bakkavarar Group, Kaupþings, Össurar og Marels,“ segir Eggert að lokum. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Mikil uppsveifla hefur átt sér stað á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri eftir erfið hrunár. Markaðurinn er í dag metinn á 1.000 milljarða króna og hefur nær fimmfaldast að verðmæti frá ársbyrjun 2011. Enn er þó langt í land að hann nái sömu hæðum og fyrir hrun, þegar hæst stóð í stönginni nam virði markaðarins 3.800 milljörðum króna í júlí 2007. Það sem hefur einkennt uppbyggingu innlends hlutabréfamarkaðar eftir hrun er að allar nýskráningar hafa falið í sér sölu á þegar útgefnu hlutafé og áhugi fjárfesta annarra en banka og lífeyrissjóða á að byggja upp markað virðist vera mjög takmarkaður. Þetta segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Virðingar, en hann hélt erindi um horfur á hlutabréfamarkaði á fundi Virðingar á föstudaginn. Eggert telur að uppsveiflan á hlutabréfamarkaði undanfarið, til að mynda 60% hækkun á aðalvísitölunum, OMGI8 GI og GAMMA á einu ári, hafi staðið undir sér. „Það er svo margt sem er að vinna með félögunum, bæði innri og ytri aðstæður. Í ytri aðstæðum er það þessi mikla lækkun sem við sjáum á olíuverðinu. Fyrir okkar hagkerfi sem er háð olíuverði þá kemur þetta sérstaklega félögum eins og Icelandair Group, HB Granda og Eimskipum til góða. Markaðsaðstæður fyrir Marel hafa líka verið mjög góðar, lækkun hrávöruverðs og matvælaverðs hefur hjálpað þeim mjög mikið auk þess sem hagræðing á rekstri félagsins hefur tekist vel,“ segir Eggert í samtali við Markaðinn. Kauphallarfyrirtæki séu fjárhagslega sterk um þessar mundir og helstu verðkennitölur hafi langt í frá hækkað upp úr öllu valdi. Hann bendir á að þar sem markaðurinn er tiltölulega lítill þá sé vægi Icelandair og Marels ansi mikið í hlutabréfavísitölum. „Þau eru um helmingur í hvorri vísitölu þannig að mikil hækkun á þessum tveimur félögum hefur mikil áhrif á heildarávöxtunina. Á síðasta ári hefur Icelandair hækkað um 80% og Marel um 110%,“ segir Eggert.Síminn er nýjasta félagið á markaði en félagið var tekið til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október. Fréttablaðið/GVAAnnar ársfjórðungur á hlutabréfamarkaði var almennt mjög góður og yfir væntingum greiningaraðila. Eggert segir ýmislegt benda til þess að sá þriðji verði einnig sterkur. Á næstu misserum gæti styrking krónunnar undanfarnar vikur hins vegar farið að hafa neikvæð áhrif. „Við erum kannski ekki búin að sjá þetta koma fram í rekstrartölum, en þetta mun hafa neikvæð áhrif á félög með kostnað í krónum en litlar sem engar tekjur í krónum. Styrkingin gæti einnig dregið úr vexti ferðaþjónustunnar og haft neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Hlutfallslega hafa tekjur Icelandair í íslenskum krónum verið að minnka en launakostnaður er hins vegar nær allur í íslenskum krónum. Það eru ákveðnar blikur á lofti núna, sérstaklega út af krónunni, en það er margt mjög hagstætt enn, olían er enn þá lág og verð sjávarafurða hefur haldist hátt, sérstaklega í botnfiski. Sterk króna mun þó hjálpa innanlandsfyrirtækjunum eins og til dæmis Högum,“ segir Eggert. Þá hefur skörp kröfulækkun á skuldabréfamarkaði vegna innflæðis frá erlendum fjárfestum síðustu vikurnar verkað jákvætt á hlutabréfamarkaðinn, enda geri fjárfestar lægri ávöxtunarkröfu til hlutabréfa þegar áhættulausir lækka. Eggert telur að miðað við þá miklu eftirspurn sem hefur verið eftir hlutabréfum gæti markaðurinn hæglega tekið við fleiri nýjum félögum. Hann bendir á að mikil eftirspurn hafi verið þegar Síminn fór á markað. Hins vegar sé staðan sú núna að ekki að sé að koma neitt nýtt félag á markað fyrr en á seinni hluta næsta árs, þegar Ölgerðin og Skeljungur stefna á markað. „Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið undir talsverðum þrýstingi til hækkunar. Það er mikið innflæði á hann úr öllum áttum,“ segir Eggert. Hann telur að markaðurinn gæti tekið við fjórum til fimm fyrirtækjum núna. „Markaðurinn er ansi einsleitur. Það vantar félög inn á markað til dæmis úr orkugeiranum, fjármálageiranum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Það eru þrjú fasteignafélög, þrjú tryggingafélög og tvö fjarskiptafélög á markaði, en þetta endurspeglar ekkert endilega íslenskt atvinnulíf. Það vantar meginstoðirnar sem eru orkugeirinn og sjávarútvegurinn,“ segir Eggert. Eggert telur að hlutverk markaðarins hafi breyst mikið undanfarin ár. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn á síðustu árum hefur ekki verið fjármögnunarvettvangur til að sækja sér áhættufjármagn. Allar þessar nýskráningar hafa falið í sér sölu á þegar útgefnu hlutafé og svo virðist áhugi einkafjárfesta, sem eiga hin og þessi fyrirtæki sem gætu farið á hlutabréfamarkað, mjög takmarkaður. Nýskráningar undanfarin ár hafa allt verið eignir sem kröfuhafar og bankar hafa verið að losa, til dæmis þegar Framtakssjóður seldi í N1 og Fjarskiptum og Arion banki seldi hluti í Símanum, HB Granda, Reitum og Eik. Áður fyrr var hlutabréfamarkaðurinn notaður sem tæki til að sækja sér nýtt hlutafé, eins og gerðist í m.a. tilfelli Bakkavarar Group, Kaupþings, Össurar og Marels,“ segir Eggert að lokum.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira