Spá hraðri hækkun vaxta Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2015 09:33 Ingólfur Bender er forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Hagur heimilanna mun halda áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti, minna atvinnuleysi og hækkun eignaverðs. Einkaneysla mun vaxa um 3,8% að jafnaði á næstu þremur árum og fjárfestingar heimilanna í íbúðarhúsnæði munu vaxa næstu þrjú árin eða um 18,5% í ár, 16,3% á næsta ári og 11% á árinu 2017. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði hóflegur á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að hagsvöxtur verði 4% á þessu ári, 3,7% á árinu 2016 og 2,4% árið 2017. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að daga muni úr hækkunum á húsnæðisverði á tímabilinu. Gert er ráð fyrir 7,0% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% árið 2017. Greining Íslandsbanka segir að efnahagsumhverfi fyrirtækja hafi batnað á marga mælikvarða undanfarin ár, meðal annars með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Greining Íslandsbanka reiknar með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast á spátímabilinu. Er því spáð að fjárfestingar atvinnuveganna muni aukast á næstunni og er gert ráð fyrir 16,9% vexti í ár, 18,8 á næsta ári en einungis 1,7 vexti árið 2017.Gengi krónunnar verði stöðugt Í spánni er gert ráð fyrir góðum vexti í útflutningi á vöru og þjónustu á tímabilinu, meðal annars vegna vaxtar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða. Spáir Greining 4,7% vexti útflutnings í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2017. Þrátt fyrir góðan útflutningsvöxt er gert ráð fyrir hraðari vexti innflutnings á tímabilinu og verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar neikvætt á tímabilinu. Samkvæmt spánni minnkar afgangur vöru- og þjónustuviðskipta á spátímabilinu. Gengi krónunnar verður stöðugt á spátímabilinu en flökt gengisins mun aukast samhliða þeim skrefum sem hugsanlega verða tekin á tímabilinu í afnámi fjármagnshafta. Spáin gerir ráð fyrir að raungengi krónunnar muni hækka á tímabilinu vegna mikillar innlendrar kostnaðarverðhækkunar og aukinnar innlendrar verðbólgu. Greining Íslandsbanka segir að sú hagfellda verðbólguþróun sem hefur hér undanfarið muni taka enda á næstunni og verðbólga færast í aukanna. Spáð er að verðbólga verði að jafnaði 1,9% á yfirstandandi ári, 3,6% á árinu 2016 og 3,7% á árinu 2017. Greining Íslandsbanka spáir því að að peningastefnunefnd Seðlabankans bregðist við versnandi verðbólguhorfum, miklum launahækkunum og aukinni spennu í hagkerfinu með hækkun stýrivaxta bankans um 1 prósentustig fyrir lok þessa árs, um annað prósentustig á næsta ári og um 0,5 prósentur á árinu 2017. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hagur heimilanna mun halda áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti, minna atvinnuleysi og hækkun eignaverðs. Einkaneysla mun vaxa um 3,8% að jafnaði á næstu þremur árum og fjárfestingar heimilanna í íbúðarhúsnæði munu vaxa næstu þrjú árin eða um 18,5% í ár, 16,3% á næsta ári og 11% á árinu 2017. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði hóflegur á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að hagsvöxtur verði 4% á þessu ári, 3,7% á árinu 2016 og 2,4% árið 2017. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að daga muni úr hækkunum á húsnæðisverði á tímabilinu. Gert er ráð fyrir 7,0% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% árið 2017. Greining Íslandsbanka segir að efnahagsumhverfi fyrirtækja hafi batnað á marga mælikvarða undanfarin ár, meðal annars með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Greining Íslandsbanka reiknar með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast á spátímabilinu. Er því spáð að fjárfestingar atvinnuveganna muni aukast á næstunni og er gert ráð fyrir 16,9% vexti í ár, 18,8 á næsta ári en einungis 1,7 vexti árið 2017.Gengi krónunnar verði stöðugt Í spánni er gert ráð fyrir góðum vexti í útflutningi á vöru og þjónustu á tímabilinu, meðal annars vegna vaxtar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða. Spáir Greining 4,7% vexti útflutnings í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2017. Þrátt fyrir góðan útflutningsvöxt er gert ráð fyrir hraðari vexti innflutnings á tímabilinu og verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar neikvætt á tímabilinu. Samkvæmt spánni minnkar afgangur vöru- og þjónustuviðskipta á spátímabilinu. Gengi krónunnar verður stöðugt á spátímabilinu en flökt gengisins mun aukast samhliða þeim skrefum sem hugsanlega verða tekin á tímabilinu í afnámi fjármagnshafta. Spáin gerir ráð fyrir að raungengi krónunnar muni hækka á tímabilinu vegna mikillar innlendrar kostnaðarverðhækkunar og aukinnar innlendrar verðbólgu. Greining Íslandsbanka segir að sú hagfellda verðbólguþróun sem hefur hér undanfarið muni taka enda á næstunni og verðbólga færast í aukanna. Spáð er að verðbólga verði að jafnaði 1,9% á yfirstandandi ári, 3,6% á árinu 2016 og 3,7% á árinu 2017. Greining Íslandsbanka spáir því að að peningastefnunefnd Seðlabankans bregðist við versnandi verðbólguhorfum, miklum launahækkunum og aukinni spennu í hagkerfinu með hækkun stýrivaxta bankans um 1 prósentustig fyrir lok þessa árs, um annað prósentustig á næsta ári og um 0,5 prósentur á árinu 2017.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira