Bláa lónið verður að fordæmi í Níkaragva Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Morten Nygart Telur Ísland vera Houston jarðvarmans.fréttablaðið/stefán Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira