Lífsnauðsynlegir sigrar hjá Breiðabliki og Val - úrslitin í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2015 21:11 Taleya Mayberry í leiknum í kvöld. Vísir/Andri Marinó Breiðblik og Valur unnu bæði lífsnauðsynlega sigra í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Blikakonur eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni en Valskonur eru að reyna að komast í úrslitakeppnina.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan.Kristrún Sigurjónsdóttir var hetja Valsliðsins í kvöld en hún skoraði sigurkörfu leiksins í 62-61 sigri á Haukum á Ásvöllum. Kristrún skoraði körfuna fyrir utan þriggja stiga línuna. Haukaliðið hefði náð sex stiga forskoti á Val í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en núna munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Taleya Mayberry var með 23 stig og 10 fráköst fyrir Val og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 13 stig. Lele Hardy var með 32 stig og 27 fráköst en það dugði Haukaliðinu ekki.Blikakonur eiga enn von um að halda sæti sínu í deildinni eftir níu stiga sigur á KR í Smáranum í kvöld, 70-61. Tap hefði nánast þýtt fall úr deildinni en Blikar eru nú bara tveimur stigum á eftir KR-liðinu. Arielle Wideman var með 26 stig og 14 fráköst fyrir Breiðablik og hin unga Elín Sóley Hrafnkelsdóttir bætti við 10 stigum og 7 fráköstum. Simone Jaqueline Holmes var stigahæst hjá KR með 24 stig en Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 12 stig.Snæfell náði fjögurra stiga forskoti deildarinnar því á sama tíma og liðið vann öruggan sigur á Hamar í Hveragerði þá töpuðu Keflavíkurstúlkurnar í Grindavík. Snæfell vann 24 stiga sigur á Hamar, 64-40, en Hamarsliðið skoraði aðeins fimmtán stig í seinni hálfleik. Grindavík vann níu stiga sigur á Keflavík, 67-58, í generalprufunni fyrir bikarúrslitaleikinn en Keflavík lék án þriggja lykilmanna í leiknum, hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas, leikstjórnandans Ingunnar Emblu Kristínardóttur og fyrirliðans Birnu Valgarðsdóttur.Öll úrslit og stigaskor leikmanna í Dominos-deild kvenna í kvöld:Breiðablik-KR 70-61 (9-13, 25-18, 17-14, 19-16)Breiðablik: Arielle Wideman 26/14 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/7 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/6 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 8, Arndís Þóra Þórisdóttir 6.KR: Simone Jaqueline Holmes 24/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/8 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/11 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 3.Hamar-Snæfell 40-64 (10-22, 15-18, 8-15, 7-9)Hamar: Sydnei Moss 15/8 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 6, Sóley Guðgeirsdóttir 6/5 fráköst/3 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 3/7 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 3/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 20/18 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 3/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2.Grindavík-Keflavík 67-58 (13-11, 18-18, 26-16, 10-13)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 20, Kristina King 12/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 12/10 fráköst/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2. Haukar-Valur 61-62 (15-22, 13-12, 21-14, 12-14)Haukar: LeLe Hardy 32/27 fráköst/6 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 2.Valur: Taleya Mayberry 23/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11/5 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/11 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Breiðblik og Valur unnu bæði lífsnauðsynlega sigra í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Blikakonur eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni en Valskonur eru að reyna að komast í úrslitakeppnina.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan.Kristrún Sigurjónsdóttir var hetja Valsliðsins í kvöld en hún skoraði sigurkörfu leiksins í 62-61 sigri á Haukum á Ásvöllum. Kristrún skoraði körfuna fyrir utan þriggja stiga línuna. Haukaliðið hefði náð sex stiga forskoti á Val í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en núna munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Taleya Mayberry var með 23 stig og 10 fráköst fyrir Val og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 13 stig. Lele Hardy var með 32 stig og 27 fráköst en það dugði Haukaliðinu ekki.Blikakonur eiga enn von um að halda sæti sínu í deildinni eftir níu stiga sigur á KR í Smáranum í kvöld, 70-61. Tap hefði nánast þýtt fall úr deildinni en Blikar eru nú bara tveimur stigum á eftir KR-liðinu. Arielle Wideman var með 26 stig og 14 fráköst fyrir Breiðablik og hin unga Elín Sóley Hrafnkelsdóttir bætti við 10 stigum og 7 fráköstum. Simone Jaqueline Holmes var stigahæst hjá KR með 24 stig en Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 12 stig.Snæfell náði fjögurra stiga forskoti deildarinnar því á sama tíma og liðið vann öruggan sigur á Hamar í Hveragerði þá töpuðu Keflavíkurstúlkurnar í Grindavík. Snæfell vann 24 stiga sigur á Hamar, 64-40, en Hamarsliðið skoraði aðeins fimmtán stig í seinni hálfleik. Grindavík vann níu stiga sigur á Keflavík, 67-58, í generalprufunni fyrir bikarúrslitaleikinn en Keflavík lék án þriggja lykilmanna í leiknum, hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas, leikstjórnandans Ingunnar Emblu Kristínardóttur og fyrirliðans Birnu Valgarðsdóttur.Öll úrslit og stigaskor leikmanna í Dominos-deild kvenna í kvöld:Breiðablik-KR 70-61 (9-13, 25-18, 17-14, 19-16)Breiðablik: Arielle Wideman 26/14 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/7 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/6 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 8, Arndís Þóra Þórisdóttir 6.KR: Simone Jaqueline Holmes 24/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/8 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/11 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 3.Hamar-Snæfell 40-64 (10-22, 15-18, 8-15, 7-9)Hamar: Sydnei Moss 15/8 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 6, Sóley Guðgeirsdóttir 6/5 fráköst/3 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 3/7 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 3/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 20/18 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 3/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2.Grindavík-Keflavík 67-58 (13-11, 18-18, 26-16, 10-13)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 20, Kristina King 12/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 12/10 fráköst/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2. Haukar-Valur 61-62 (15-22, 13-12, 21-14, 12-14)Haukar: LeLe Hardy 32/27 fráköst/6 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 2.Valur: Taleya Mayberry 23/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11/5 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/11 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira