Konur eru 30% starfsmanna Sæunn Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 nam um 43 milljörðum króna og dróst saman um 22 prósent milli ára. Vísir/Stefán Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 dróst saman milli ára. Arðgreiðslur vegna ársins 2013 hækkuðu hins vegar um 14 prósent milli ára. Framleiðni hefur aukist töluvert í sjávarútveginum. Hvert starf í greininni skilaði rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum árið 2013 en árið 1997. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka, Íslenski sjávarútvegurinn, sem gefin var út í gær. Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 nam um 43 milljörðum króna og dróst saman um 22 prósent milli ára. Samdrátturinn skýrist að mestu leyti vegna lækkunar á fjármagnsliðum, sem nam um 9,9 milljörðum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 31 milljarði króna á árinu 2014, en sala eigna og annarra óreglulegra liða námu um 12 milljörðum króna. Fram kemur í skýrslunni að afkoma sjávarútvegsfélaga hefur verið stöðugri frá árinu 2010 en árin þar á undan. Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfélaga hækkuðu um fjórtán prósent milli ára og námu 13,5 milljörðum króna. Arðgreiðslur sem hlutfall af EBITDA jukust einnig um þrjú prósentustig. Greining Íslandsbanka spáir sjö prósenta raunaukningu í útflutningi sjávarafurða árið 2015 og 3,1 prósents árið 2016, og 2,1 prósents aukningu á árinu 2017. Ástæða þessa er meðal annars veruleg aukning aflaheimilda í þorski, vöxtur í útflutningi sjávarfangs á næsta ári og ágæt loðnuvertíð fyrr á þessu ári. Reiknað er einnig með að verð sjávarafurða hækki um ríflega þrjú prósent til ársins 2017. Að teknu tilliti til þess mun verðmæti útfluttra sjávarafurða verða um 40 milljörðum króna meiri á árinu 2017 en á árinu 2014. Á árinu 2014 störfuðu 9.100 manns með beinum hætti við sjávarútveg. Fjöldi starfa í sjávarútvegi nam um 5,1 prósenti af heildarfjölda starfa í hagkerfinu á árinu en beint framlag hennar til landsframleiðslu var talsvert hærra eða 8,4 prósent. Framleiðni í sjávarútvegi hefur aukist mikið undanfarin ár. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2013 skilaði hvert starf rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum en á árinu 1997 mælt á föstu verði. Framleiðsluvirði á hvert starf jókst um tæp 60 prósent milli áranna 2005 og 2008. Framleiðni hefur aukist með meiri sjálfvirkni sem fylgir tækniframþróun við veiðar og vinnslu sjávarafurða. Aukin hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfélaga ásamt verðmætasköpun sem hlotist hefur með fullnýtingu fiskaflans hefur einnig stuðlað að aukinni framleiðni. Ljóst er að áhrif viðskiptabanns Rússlands og lokun Nígeríumarkaðar verði umtalsverð. Árið 2014 var mest verðmæti sjávarafurða flutt til Bretlands. Næst á eftir Bretlandi kemur Rússland, og í sjötta sæti var svo Nígería. Heildarútflutningsverðmæti til Nígeríu og Rússlands nam 39 milljörðum króna á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins spáir því að útflutningsverðmæti gæti lækkað um 17-23 milljarða vegna þessara þvingana. Greiningaraðilar eru þó ekki á einu máli um áhrif þessara breytinga. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Sjá meira
Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 dróst saman milli ára. Arðgreiðslur vegna ársins 2013 hækkuðu hins vegar um 14 prósent milli ára. Framleiðni hefur aukist töluvert í sjávarútveginum. Hvert starf í greininni skilaði rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum árið 2013 en árið 1997. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka, Íslenski sjávarútvegurinn, sem gefin var út í gær. Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 nam um 43 milljörðum króna og dróst saman um 22 prósent milli ára. Samdrátturinn skýrist að mestu leyti vegna lækkunar á fjármagnsliðum, sem nam um 9,9 milljörðum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 31 milljarði króna á árinu 2014, en sala eigna og annarra óreglulegra liða námu um 12 milljörðum króna. Fram kemur í skýrslunni að afkoma sjávarútvegsfélaga hefur verið stöðugri frá árinu 2010 en árin þar á undan. Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfélaga hækkuðu um fjórtán prósent milli ára og námu 13,5 milljörðum króna. Arðgreiðslur sem hlutfall af EBITDA jukust einnig um þrjú prósentustig. Greining Íslandsbanka spáir sjö prósenta raunaukningu í útflutningi sjávarafurða árið 2015 og 3,1 prósents árið 2016, og 2,1 prósents aukningu á árinu 2017. Ástæða þessa er meðal annars veruleg aukning aflaheimilda í þorski, vöxtur í útflutningi sjávarfangs á næsta ári og ágæt loðnuvertíð fyrr á þessu ári. Reiknað er einnig með að verð sjávarafurða hækki um ríflega þrjú prósent til ársins 2017. Að teknu tilliti til þess mun verðmæti útfluttra sjávarafurða verða um 40 milljörðum króna meiri á árinu 2017 en á árinu 2014. Á árinu 2014 störfuðu 9.100 manns með beinum hætti við sjávarútveg. Fjöldi starfa í sjávarútvegi nam um 5,1 prósenti af heildarfjölda starfa í hagkerfinu á árinu en beint framlag hennar til landsframleiðslu var talsvert hærra eða 8,4 prósent. Framleiðni í sjávarútvegi hefur aukist mikið undanfarin ár. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2013 skilaði hvert starf rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum en á árinu 1997 mælt á föstu verði. Framleiðsluvirði á hvert starf jókst um tæp 60 prósent milli áranna 2005 og 2008. Framleiðni hefur aukist með meiri sjálfvirkni sem fylgir tækniframþróun við veiðar og vinnslu sjávarafurða. Aukin hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfélaga ásamt verðmætasköpun sem hlotist hefur með fullnýtingu fiskaflans hefur einnig stuðlað að aukinni framleiðni. Ljóst er að áhrif viðskiptabanns Rússlands og lokun Nígeríumarkaðar verði umtalsverð. Árið 2014 var mest verðmæti sjávarafurða flutt til Bretlands. Næst á eftir Bretlandi kemur Rússland, og í sjötta sæti var svo Nígería. Heildarútflutningsverðmæti til Nígeríu og Rússlands nam 39 milljörðum króna á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins spáir því að útflutningsverðmæti gæti lækkað um 17-23 milljarða vegna þessara þvingana. Greiningaraðilar eru þó ekki á einu máli um áhrif þessara breytinga.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Sjá meira