Heyri fjárfestar "þetta reddast“ koma þeir aldrei aftur ingvar haraldsson skrifar 5. júní 2015 14:37 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. vísir/stefán Fái erlendir fjárfestar þau svör að „þetta reddist“ varðandi mögulegar áskoranir við að reisa gagnver hér á landi fara þeir og koma aldrei aftur. Þetta sagði Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun á fundi fyrirtækisins um hvað ráði staðsetningu gagnvera í morgun. Phil Schneider, forseti Site Selectors Guild, sem unnið hefur að vali á staðsetningu gagnavera um allan heim sagði Ísland að mörgu leiti vel í stakk búið að taka á móti gagnaverum en þó væru stór atriði sem Íslendingar þyrfti sjálfir að vinna að. Leggja þyrfti mikið upp úr kynningarstarfi á fýsileika Íslands sem kosti fyrir gagnver. Viti fjárfestar lítið sem ekkert um Ísland geri þeir ráð fyrir því versta. Aðrar þjóðir t.d. Svíar hafi farið í skipulagt markaðsstarf til að lokka gagnaver til landsins sem gefið hafi góða raun.Phil Schneider sagði brýnt að Íslendingar kynntu Ísland sem fýsilegan kost fyrir gagnaver.vísir/stefánGagnaverabransinn harður heimur Björgvin sagði að menn eins og Phil sé ekki í neinu góðgerðastarfi. Íslendingar þurfi að hafa öll svör á reiðum höndum vilji þeir fá gagnaver hingað til lands. „Þetta er ansi grimmur bransi og samkeppni sem er í þessum bransa sem hann er í. Það eru aðilar að skoða Ísland og við vitum ekkert að því. Það eru aðilar sem koma hér að spyrja okkur kurteisra spurninga eins og Phil en ef hann fær ekki svörin sem hann vill fer hann og kemur ekkert aftur,“ segir Björgvin. Atriðin þurfi ekki að vera flóknari en hvernig jarðskjálftavirkni á Íslandi sé. Svari menn „þetta reddast“ séu fjárfestarnir flúnir. „Ef þú segir svona: „Þetta reddast“, þá kemur Phil aldrei aftur. Þetta er svarið sem gerir það að verkum að við erum að detta út af þessum listum,“ segir Björgvin.Björgvin sagði brýnt að Íslendingar hefðu svör á reiðum höndum vildu þeir fá gagnver til landsins.vísirÍvilnanir hluti af leiknum Phil sagði brýnt að ríkið veitti ívilnanir til stuðnings við nýfjárfestingar. Hann heyri kvartað yfir slíkum ívilnunum um allan heim. Honum sé sagt að slíkt sé ósanngjörn ríkisaðstoð og gangi gegn hugmyndinni um frjálsan markað. „En svona er virkar leikurinn og þetta eru leikreglurnar,“ segir Phil enda veiti ríki um heim allan slíkar ívilnanir. Þær skapi ábata sé verið að koma með nýtt fé og hefja nýja starfsemi í landinu. Þá þurfi íslenskt stjórnvöld að leggja meira upp úr skjótvirkir stjórnsýslu. Langan tíma taki að taka ákvarðanir og veita leyfi hjá hinu opinbera. Kosturinn sé hins vegar að slíkt sé í höndum Íslendinga sjálfra. Phil bætti við að glugginn sem Íslendingar hefðu til að laða að sér gagnaver yrði ekki opinn um alla framtíð. Íslendingar þyrftu sem fyrst að fara að móta sér stefnu í þessum efnum svo þau myndu ekki dragast aftur úr í samkeppni við önnur ríki.Sjá má fund Landsvirkjunar í morgun í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fái erlendir fjárfestar þau svör að „þetta reddist“ varðandi mögulegar áskoranir við að reisa gagnver hér á landi fara þeir og koma aldrei aftur. Þetta sagði Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun á fundi fyrirtækisins um hvað ráði staðsetningu gagnvera í morgun. Phil Schneider, forseti Site Selectors Guild, sem unnið hefur að vali á staðsetningu gagnavera um allan heim sagði Ísland að mörgu leiti vel í stakk búið að taka á móti gagnaverum en þó væru stór atriði sem Íslendingar þyrfti sjálfir að vinna að. Leggja þyrfti mikið upp úr kynningarstarfi á fýsileika Íslands sem kosti fyrir gagnver. Viti fjárfestar lítið sem ekkert um Ísland geri þeir ráð fyrir því versta. Aðrar þjóðir t.d. Svíar hafi farið í skipulagt markaðsstarf til að lokka gagnaver til landsins sem gefið hafi góða raun.Phil Schneider sagði brýnt að Íslendingar kynntu Ísland sem fýsilegan kost fyrir gagnaver.vísir/stefánGagnaverabransinn harður heimur Björgvin sagði að menn eins og Phil sé ekki í neinu góðgerðastarfi. Íslendingar þurfi að hafa öll svör á reiðum höndum vilji þeir fá gagnaver hingað til lands. „Þetta er ansi grimmur bransi og samkeppni sem er í þessum bransa sem hann er í. Það eru aðilar að skoða Ísland og við vitum ekkert að því. Það eru aðilar sem koma hér að spyrja okkur kurteisra spurninga eins og Phil en ef hann fær ekki svörin sem hann vill fer hann og kemur ekkert aftur,“ segir Björgvin. Atriðin þurfi ekki að vera flóknari en hvernig jarðskjálftavirkni á Íslandi sé. Svari menn „þetta reddast“ séu fjárfestarnir flúnir. „Ef þú segir svona: „Þetta reddast“, þá kemur Phil aldrei aftur. Þetta er svarið sem gerir það að verkum að við erum að detta út af þessum listum,“ segir Björgvin.Björgvin sagði brýnt að Íslendingar hefðu svör á reiðum höndum vildu þeir fá gagnver til landsins.vísirÍvilnanir hluti af leiknum Phil sagði brýnt að ríkið veitti ívilnanir til stuðnings við nýfjárfestingar. Hann heyri kvartað yfir slíkum ívilnunum um allan heim. Honum sé sagt að slíkt sé ósanngjörn ríkisaðstoð og gangi gegn hugmyndinni um frjálsan markað. „En svona er virkar leikurinn og þetta eru leikreglurnar,“ segir Phil enda veiti ríki um heim allan slíkar ívilnanir. Þær skapi ábata sé verið að koma með nýtt fé og hefja nýja starfsemi í landinu. Þá þurfi íslenskt stjórnvöld að leggja meira upp úr skjótvirkir stjórnsýslu. Langan tíma taki að taka ákvarðanir og veita leyfi hjá hinu opinbera. Kosturinn sé hins vegar að slíkt sé í höndum Íslendinga sjálfra. Phil bætti við að glugginn sem Íslendingar hefðu til að laða að sér gagnaver yrði ekki opinn um alla framtíð. Íslendingar þyrftu sem fyrst að fara að móta sér stefnu í þessum efnum svo þau myndu ekki dragast aftur úr í samkeppni við önnur ríki.Sjá má fund Landsvirkjunar í morgun í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira