Viðskipti innlent

LBI vill greiða út 124 milljarða

vísir/gva
Þann 26. maí síðastliðinn sendi slitastjórn LBI hf. beiðni til Seðlabanka Íslands um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að greiða viðurkenndar forgangskröfur að jafnvirði um 123,5 milljörðum króna miðað við gengi þann 26. maí. Upphæðin samsvarar öllum handbærum gjaldeyri LBI.

Þann 20. maí síðastliðinn var endanlega staðfestur fyrir dómi í Skotlandi samningur slitastjórnar LBI og skiptastjóra Heritable Bank um lausn ágreiningsmála um kröfur og gagnkröfur milli aðilanna.

Samkvæmt því fékk LBI viðurkennda almenna kröfu að fjárhæð 70 milljónir punda og eftirstæða kröfu að fjárhæð 7 milljónir punda. LBI hf. hefur þegar fengið greiddar 65,8 milljónir punda upp í hinar samþykktu kröfur. Tekið er mið af greiðslunni, sem barst LBI á öðrum ársfjórðungi, í áætluðum endurheimtum LBI vegna Heritable Bank í fjárhagsupplýsingum fyrsta ársfjórðungs.

Á öðrum ársfjórðungi lauk LBI uppgjörssamningum við tvo mótaðila vegna útlána undir liðnum „Lán til fjármálafyrirtækja“ í fjárhagsupplýsingum LBI. Greiðsla sem nam um 54.2 milljónum evra barst LBI frá öðrum þessara aðila á 2. ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×