Viðskipti innlent

Framboð 365 og Filmflex eykst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borið hefur á að sportbarir og gististaðir bjóði upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti. Það á nú að vera úr sögunni.
Borið hefur á að sportbarir og gististaðir bjóði upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti. Það á nú að vera úr sögunni. vísir/daníel
Fjölmiðlar 365 og Filmflex hafa samið um að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptavinum sínum viðskiptapakka hvort annars.

Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara.

Filmflex er rétthafi um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi.

„Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex, í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex gerum við hótelum og gististöðum mögulegt að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×