Lægri vextir hækka íbúðaverð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2015 07:00 Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkaði vexti á verðtryggðum lánum úr 3,7 prósentum í 3,6. Fastir vextir á verðtryggðum lánum Arion lækkuðu úr 3,9 prósentum í 3,8 og úr 7,5 í 7,25 á óverðtryggðum. vísir/vilhelm „Lækkun langtímavaxta á íbúðalánum grefur undan peningastefnunni og minnkar bit stýrivaxtahækkana,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir lækkanir á vöxtum íbúðalána til þess fallnar að auka verðbólgu. Ásdís bætir við að vaxtalækkanir komi til með að auka eftirspurn á fasteignamarkaði og þrýsti þar með fasteignaverði upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. „Þegar vextir lækka þá lækkar fjármögnunarkostnaður miðað við óbreytt veðhlutfall og kaupgeta einstaklinga á fasteignamarkaði eykst.“ Ásdís bendir á að búist sé við frekari vaxtahækkunum Seðlabankans, þótt þeim hafi verið haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun. Það sé furðuleg staða að langtímavextir á markaði lækki við slíkar aðstæður. „Erlendir aðilar sjá mikinn þrótt í íslensku efnahagslífi ólíkt til dæmis því sem við sjáum í Evrópu,“ segir Ásdís og bætir við að áhugi þeirra á að fjárfesta í löngum ríkisbréfum hafi því aukist mjög hratt á síðustu mánuðum. Aukin eftirspurn eftir slíkum bréfum hafi því leitt til þess að langtímavextir hafi lækkað. „Þetta er undarleg staða,“ segir Ásdís.„Þetta minnir um margt á stöðuna 2004-2005 þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að sporna gegn aukinni þenslu og verðbólgu. Á sama tíma leiddi aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hins vegar til þess að langtímavextir fóru lækkandi. Þá var það Íbúðalánasjóður sem keppti við viðskiptabankana en í dag eru það lífeyrissjóðirnir,“ bætir hún við. Ásdís segir líka skipta máli hver veðhlutföllin eru. „Aðgengi að lánsfé ræðst ekki aðeins af vaxtakostnaði heldur einnig veðhlutfalli. Á árunum 2004-2006 voru í boði allt að 100% íbúðalán en sú staða er ekki uppi núna. Fyrstu kaupendur þurfa enn sem komið er að reiða fram eigið fé en fjármagnskostnaðurinn er hins vegar að lækka.“Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAValdimar Ármann, sérfræðingur hjá GAMMA og aðjúnkt við hagfræðideild Háskóla Íslands, tekur undir þá skoðun að vaxtalækkunin vinni gegn vaxtahækkunum Seðlabankans. Hann tekur fram að þessi lækkun sé bein afleiðing af þróun ávöxtunarkröfu af ríkisskuldabréfum. „Ríkisskuldabréfavextir leggja ákveðið gólf á markaði og menn miða við það,“ segir Valdimar. Þetta þýði að lífeyrissjóðurinn og bankinn séu alls ekki markvisst að ganga gegn markmiðum Seðlabankans. Þá segir Valdimar að menn geti líka spurt sig út í aðgerðir sveitarfélaga sem hafa heitið því að niðurgreiða lán til fyrstu kaupenda. „Er það þá að ógna fjármálastöðugleika? Það eykur lánsfjármagn og eykur þar af leiðandi eftirspurn eftir íbúðum,“ segir Valdimar. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Lækkun langtímavaxta á íbúðalánum grefur undan peningastefnunni og minnkar bit stýrivaxtahækkana,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir lækkanir á vöxtum íbúðalána til þess fallnar að auka verðbólgu. Ásdís bætir við að vaxtalækkanir komi til með að auka eftirspurn á fasteignamarkaði og þrýsti þar með fasteignaverði upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. „Þegar vextir lækka þá lækkar fjármögnunarkostnaður miðað við óbreytt veðhlutfall og kaupgeta einstaklinga á fasteignamarkaði eykst.“ Ásdís bendir á að búist sé við frekari vaxtahækkunum Seðlabankans, þótt þeim hafi verið haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun. Það sé furðuleg staða að langtímavextir á markaði lækki við slíkar aðstæður. „Erlendir aðilar sjá mikinn þrótt í íslensku efnahagslífi ólíkt til dæmis því sem við sjáum í Evrópu,“ segir Ásdís og bætir við að áhugi þeirra á að fjárfesta í löngum ríkisbréfum hafi því aukist mjög hratt á síðustu mánuðum. Aukin eftirspurn eftir slíkum bréfum hafi því leitt til þess að langtímavextir hafi lækkað. „Þetta er undarleg staða,“ segir Ásdís.„Þetta minnir um margt á stöðuna 2004-2005 þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að sporna gegn aukinni þenslu og verðbólgu. Á sama tíma leiddi aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hins vegar til þess að langtímavextir fóru lækkandi. Þá var það Íbúðalánasjóður sem keppti við viðskiptabankana en í dag eru það lífeyrissjóðirnir,“ bætir hún við. Ásdís segir líka skipta máli hver veðhlutföllin eru. „Aðgengi að lánsfé ræðst ekki aðeins af vaxtakostnaði heldur einnig veðhlutfalli. Á árunum 2004-2006 voru í boði allt að 100% íbúðalán en sú staða er ekki uppi núna. Fyrstu kaupendur þurfa enn sem komið er að reiða fram eigið fé en fjármagnskostnaðurinn er hins vegar að lækka.“Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAValdimar Ármann, sérfræðingur hjá GAMMA og aðjúnkt við hagfræðideild Háskóla Íslands, tekur undir þá skoðun að vaxtalækkunin vinni gegn vaxtahækkunum Seðlabankans. Hann tekur fram að þessi lækkun sé bein afleiðing af þróun ávöxtunarkröfu af ríkisskuldabréfum. „Ríkisskuldabréfavextir leggja ákveðið gólf á markaði og menn miða við það,“ segir Valdimar. Þetta þýði að lífeyrissjóðurinn og bankinn séu alls ekki markvisst að ganga gegn markmiðum Seðlabankans. Þá segir Valdimar að menn geti líka spurt sig út í aðgerðir sveitarfélaga sem hafa heitið því að niðurgreiða lán til fyrstu kaupenda. „Er það þá að ógna fjármálastöðugleika? Það eykur lánsfjármagn og eykur þar af leiðandi eftirspurn eftir íbúðum,“ segir Valdimar.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira