Frétt sem var engin frétt en hefði getað orðið stórfrétt Gissur Pétursson skrifar 3. júní 2015 00:01 Í Fréttablaðinu í gær er „frétt“ um afstöðu og tilfinningar einstaklings til Vinnumálastofnunar. Þar fullyrðir viðmælandi blaðamannsins að stofnunin hlunnfari hann um svokallað frítekjumark í atvinnuleysistryggingakerfinu sem leiði til þess að hann hafi minna handa á milli eftir að hann fór í starf samhliða bótum. Eðlilega er hann bæði sár og reiður með þessa niðurstöðu og beinir henni gegn Vinnumálastofnun sem sér um útreikninga og greiðslu atvinnuleysisbóta. Í lok „fréttarinnar“ er svo vitnað í Unni Sverrisdóttur, sviðsstjóra stofnunarinnar, þar sem hún segir að þessi niðurstaða eigi sér eðlilegar skýringar en hún geti ÞÓ ekki útskýrt málið fyrir blaðamanninum þar sem upplýsingarnar séu persónulegar. Nú kemur það sem hefði getað verið stórfrétt sem er ef sviðsstjórinn hefði útskýrt og upplýst blaðamanninn um allt sem tengist umsókn einstaklingsins um atvinnuleysisbætur, útreikninga og greiðslur. Fréttin hefði verið sú, að opinber starfsmaður hefði brotið öll þau lög sem honum ber að virða og fylgja í starfi sínu, má þar af handahófi nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lög um persónuvernd, stjórnsýslulög auk fjölda annarra laga og reglna. Eðlilega þykir starfsfólki Vinnumálastofnunar það miður þegar einstaklingar sem leita þjónustu hennar eru jafn ósáttir og raun ber vitni í þessu tilviki en eins og sviðsstjórinn tjáði blaðamanninum þá er umrædd greiðsla rétt samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar. Hún fór þess jafnframt á leit við blaðamanninn í samtali þeirra, að hann kæmi því á framfæri við viðmælanda sinn að minnsta mál væri að gera honum grein fyrir útreikningnum og útskýra fyrir honum hvers vegna greiðslan væri svo lág þessi mánaðamót. Hann gæti síðan ráðið því hvort hann færi með þá útskýringu til blaðamannsins. Eitt var alveg ljóst að starfsmaðurinn hafði engar heimildir til að gera blaðamanninum grein fyrir útreikningnum og einkafjármálum viðmælanda hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær er „frétt“ um afstöðu og tilfinningar einstaklings til Vinnumálastofnunar. Þar fullyrðir viðmælandi blaðamannsins að stofnunin hlunnfari hann um svokallað frítekjumark í atvinnuleysistryggingakerfinu sem leiði til þess að hann hafi minna handa á milli eftir að hann fór í starf samhliða bótum. Eðlilega er hann bæði sár og reiður með þessa niðurstöðu og beinir henni gegn Vinnumálastofnun sem sér um útreikninga og greiðslu atvinnuleysisbóta. Í lok „fréttarinnar“ er svo vitnað í Unni Sverrisdóttur, sviðsstjóra stofnunarinnar, þar sem hún segir að þessi niðurstaða eigi sér eðlilegar skýringar en hún geti ÞÓ ekki útskýrt málið fyrir blaðamanninum þar sem upplýsingarnar séu persónulegar. Nú kemur það sem hefði getað verið stórfrétt sem er ef sviðsstjórinn hefði útskýrt og upplýst blaðamanninn um allt sem tengist umsókn einstaklingsins um atvinnuleysisbætur, útreikninga og greiðslur. Fréttin hefði verið sú, að opinber starfsmaður hefði brotið öll þau lög sem honum ber að virða og fylgja í starfi sínu, má þar af handahófi nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lög um persónuvernd, stjórnsýslulög auk fjölda annarra laga og reglna. Eðlilega þykir starfsfólki Vinnumálastofnunar það miður þegar einstaklingar sem leita þjónustu hennar eru jafn ósáttir og raun ber vitni í þessu tilviki en eins og sviðsstjórinn tjáði blaðamanninum þá er umrædd greiðsla rétt samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar. Hún fór þess jafnframt á leit við blaðamanninn í samtali þeirra, að hann kæmi því á framfæri við viðmælanda sinn að minnsta mál væri að gera honum grein fyrir útreikningnum og útskýra fyrir honum hvers vegna greiðslan væri svo lág þessi mánaðamót. Hann gæti síðan ráðið því hvort hann færi með þá útskýringu til blaðamannsins. Eitt var alveg ljóst að starfsmaðurinn hafði engar heimildir til að gera blaðamanninum grein fyrir útreikningnum og einkafjármálum viðmælanda hans.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar