Segir opin vinnurými að hætti Google ekki ganga upp ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 12:52 Opin vinnurými komust í tísku fyrir tíu til tuttugu árum að sögn Þórðar Óskarssonar. vísir/getty images Nýlegar rannsókn bendir til þess að opin rými á vinnustöðum virki illa. Þau komi niður á framleiðni starfsmanna, draga úr athygli þeirra og fjölgi flensusmitum að því er segir á vef Washington Post. Því virðist vera að stefna sem Google og fleiri fyrirtæki hafi innleitt hafi ekki gengið upp. Þórður Óskarsson, vinnu- og skipulagssálfræðingur hjá Intellecta, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að þessi opnu vinnurými hafi verið mjög í tísku fyrir tíu til tuttugu árum. „Mörg fyrirtæki fóru í þessa vegferð þegar þau voru að skipta um húsnæði. Þau sáu ýmsa kosti við þetta. Það var hægt að spara í innréttingum og fleira og koma fólki saman á minna svæði. Það var svona þessi „físíksi“ hluti málsins. Svo voru líka þau sjónarmið uppi á þeim tíma að þetta myndi efla samskipti og sköpunargleði,“ sagði Þórður. „Síðan hefur nú komið í ljós að þetta á bara ekki við alls staðar og passar ekki með sama hætti hvar sem er. Það hefur dregið úr þessu á sumum stöðum og vaxið á öðrum,“ bætti hann við. Hentar sumum en öðrum ekkiÞórður sagði að oft verði mikill kliður á opnum vinnusvæðum. „Fólk verður fyrir ýmsum truflunum, fólk missir svolítið svona „privacy“ og það getur síður einbeitt sér að verkefnum.“„Þetta hentar sumum og sumum ekki,“ sagði Þórður. Hann sagði helst að úthverfum einstaklingum líði vel í þessu umhverfi. Hins vegar líði þeim sem séu innhverfir oft illa í þessu umhverfi og það komi niður á þeirra afköstum þeirra og geti smitað út frá sér til annarra starfsmanna.Opin rými ekki gefið góða raun„Menn voru mjög uppteknir af því hérna fyrir nokkrum árum að þetta væri mjög heppilegt og kannski voru menn að réttlæta rekstrarleg sjónarmið og sett það í þennan búning,“ sagði hann. Þá hafi rannsóknir sýnt að í umhverfi á borð við vísindastarfi þar sem fólk þyrfti að skiptast á skoðunum gæti opið vinnurými komið að gagni. „Reynslan er nú held ég að sýna að þetta á bara almennt ekki við,“ sagði Þórður.Slík opin rými geti þó virkað í ákveðnum átaksverkefnum t.d. á kosningaskrifstofum að sögn Þórðar. „Þegar menn eru í þessu níu til fimm alla vinnudaga ársins, þá er ég ekki viss um að það gangi alveg upp til lengdar,“ segir hann.Þarf að vanda sig þegar vinnurými er valiðÞórður sagði að fyrirtæki þurfi að vanda sig áður en þau ákveði hvernig vinnurými þau bjóði starfsmönnum sínum upp á. Slíkt þurfi að velja út frá þeim verkefnum sem fyrirtæki standi frammi fyrir og út frá hvers konar vinnuumhverfi eigi að skapa.Heyra má viðtalið við Þórð í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Nýlegar rannsókn bendir til þess að opin rými á vinnustöðum virki illa. Þau komi niður á framleiðni starfsmanna, draga úr athygli þeirra og fjölgi flensusmitum að því er segir á vef Washington Post. Því virðist vera að stefna sem Google og fleiri fyrirtæki hafi innleitt hafi ekki gengið upp. Þórður Óskarsson, vinnu- og skipulagssálfræðingur hjá Intellecta, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að þessi opnu vinnurými hafi verið mjög í tísku fyrir tíu til tuttugu árum. „Mörg fyrirtæki fóru í þessa vegferð þegar þau voru að skipta um húsnæði. Þau sáu ýmsa kosti við þetta. Það var hægt að spara í innréttingum og fleira og koma fólki saman á minna svæði. Það var svona þessi „físíksi“ hluti málsins. Svo voru líka þau sjónarmið uppi á þeim tíma að þetta myndi efla samskipti og sköpunargleði,“ sagði Þórður. „Síðan hefur nú komið í ljós að þetta á bara ekki við alls staðar og passar ekki með sama hætti hvar sem er. Það hefur dregið úr þessu á sumum stöðum og vaxið á öðrum,“ bætti hann við. Hentar sumum en öðrum ekkiÞórður sagði að oft verði mikill kliður á opnum vinnusvæðum. „Fólk verður fyrir ýmsum truflunum, fólk missir svolítið svona „privacy“ og það getur síður einbeitt sér að verkefnum.“„Þetta hentar sumum og sumum ekki,“ sagði Þórður. Hann sagði helst að úthverfum einstaklingum líði vel í þessu umhverfi. Hins vegar líði þeim sem séu innhverfir oft illa í þessu umhverfi og það komi niður á þeirra afköstum þeirra og geti smitað út frá sér til annarra starfsmanna.Opin rými ekki gefið góða raun„Menn voru mjög uppteknir af því hérna fyrir nokkrum árum að þetta væri mjög heppilegt og kannski voru menn að réttlæta rekstrarleg sjónarmið og sett það í þennan búning,“ sagði hann. Þá hafi rannsóknir sýnt að í umhverfi á borð við vísindastarfi þar sem fólk þyrfti að skiptast á skoðunum gæti opið vinnurými komið að gagni. „Reynslan er nú held ég að sýna að þetta á bara almennt ekki við,“ sagði Þórður.Slík opin rými geti þó virkað í ákveðnum átaksverkefnum t.d. á kosningaskrifstofum að sögn Þórðar. „Þegar menn eru í þessu níu til fimm alla vinnudaga ársins, þá er ég ekki viss um að það gangi alveg upp til lengdar,“ segir hann.Þarf að vanda sig þegar vinnurými er valiðÞórður sagði að fyrirtæki þurfi að vanda sig áður en þau ákveði hvernig vinnurými þau bjóði starfsmönnum sínum upp á. Slíkt þurfi að velja út frá þeim verkefnum sem fyrirtæki standi frammi fyrir og út frá hvers konar vinnuumhverfi eigi að skapa.Heyra má viðtalið við Þórð í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira