Viðskipti innlent

Segja reglur um vátryggingastarfsemi íþyngjandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
VÍ telur að innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf.
VÍ telur að innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf.
Innleiðing reglna með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er hefur slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og er til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Ráðið gerir í umsögn sinni margvíslegar athugasemdir við drögin.

Ráðið telur að brýnt sé að ekki séu gerðar kröfur, m.a. til hæfis eða óhæðis stjórnarmanna, sem takmarka möguleika einstaklinga til stjórnarsetu í vátryggingafélagi, ef ekki er kveðið á um þær í tilskipuninni. Viðskiptaráð telur ekki rétt að takmarka arðgreiðslur vátryggingafélaga umfram það sem kveðið er á um í tilskipuninni. Þá leggst ráðið gegn gegn því að viðmið fyrir lágmarksfjármagn vátryggingafélaga verði hærri hérlendis en tilskipunin kveður á um.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×